Hugur - 01.01.1995, Page 93
HUGUR
Vélmenni
91
Reynt er að herma eftir einföldustu þáttunum í starfi miðtauga-
kerfisins, nefnilega samskiptum einstakra taugafruma, og byggja á
þeim flóknari ferli sem líkjast hugarstarfí lifandi vera.
Á árunum upp úr 1950 fóru rannsóknir af þessum tveim gerðum af
stað. Næstu 20 árin blómstruðu gervigreindarfræði í anda Newell og
Simon en æ færri sinntu tauganetum. Síðan hafa hefðbundin
gervigreindarfræði átt á brattann að sækja og áhugi á tauganetum
aukist á ný. Nú eru þessar tvær rannsóknarhefðir að renna saman í
eina.5
2. Kafli: Reiknanleg föll, algóriþmar og tákn
Árið 1936, 14 árum áður en hann skrifaði greinina um reikniverk og
vitsmuni, setti Turing fram skilgreiningu á reiknanleika eða reiknan-
legu falli. Hann hugsaði sér vélar sem geta rennt í gegn um sig
strimli, skrifað merki á hann, strokað þau út og lesið og breytt ástandi
sínu eða stillingum á fáeina einfalda vegu eftir því hvaða merki þær
nema á strimlinum. Ég ætla ekki að lýsa þessum vélum nánar. Þær
eru kallaðar Turingvélar. Hver Turingvél getur unnið eftir einni
aðferð.6
Það er hægt að lýsa þessum vélum og hegðun þeirra með
5 Lýsingu á þessum tvenns konar rannsóknaraðferðum má finna í grein Jóns Torfa
Jónassonar frá 1992. Heimspekilega greinargerð fyrir muninum á hefðbundnum
gervigreindarfræðum og rannsóknum á tauganetum má finna í Clark 1990 og
Dreyfus & Dreyfus 1988. - Með venjulegri tölvu er hægt að herma eftir
tauganeti með því að forrita hermilíkan af því og sömuleiðis er fræðilega
mögulegt að láta tauganet líkja eftir öllu því sem tölvur geta gert. En sum verk er
hægt að vinna margfalt hraðar með dreifðri vinnslu eins og fram fer í tauganeti
heldur en með einu miðverki eins og í venjulegri tölvu og aðferðimar við að
forrita tauganet kunna að opna möguleika á að láta vélar vinna verk sem er
tæpast vinnandi vegur að forrita með hefðbundnum aðferðum. - f Dennett 1991
setur heimspekingurinn Daniel Dennett fram þá tilgátu að mannshugurinn sé
tauganet en meðvitundin og ýmislegt æðra hugarstarf sé til vegna þess að hluti af
starfsemi þessa tauganets sé í því fólginn að herma eftir miðverki hliðstæðu því
sem er (venjulegri tölvu.
6 Nánari lýsingu á Turingvélum og greinargerð fyrir kenningu Turing um
reiknanleika má finna í Davis 1982 bls. 3-24. Umfjöllun Davis er nokkuð
tæknileg. Styttri og heldur alþýðlegri útlistanir má finna í Cutland 1980 bls. 53-57,
Singh 1966 bls. 184-204, Penrose 1989 bls. 35-57 og Kleene 1988. Um
Turingvélar og kenningu Turing um reiknanleika er fjallað frá ýmsum hliðum (
ritgerðasafni Herken frá 1988.