Hugur - 01.01.1995, Síða 93

Hugur - 01.01.1995, Síða 93
HUGUR Vélmenni 91 Reynt er að herma eftir einföldustu þáttunum í starfi miðtauga- kerfisins, nefnilega samskiptum einstakra taugafruma, og byggja á þeim flóknari ferli sem líkjast hugarstarfí lifandi vera. Á árunum upp úr 1950 fóru rannsóknir af þessum tveim gerðum af stað. Næstu 20 árin blómstruðu gervigreindarfræði í anda Newell og Simon en æ færri sinntu tauganetum. Síðan hafa hefðbundin gervigreindarfræði átt á brattann að sækja og áhugi á tauganetum aukist á ný. Nú eru þessar tvær rannsóknarhefðir að renna saman í eina.5 2. Kafli: Reiknanleg föll, algóriþmar og tákn Árið 1936, 14 árum áður en hann skrifaði greinina um reikniverk og vitsmuni, setti Turing fram skilgreiningu á reiknanleika eða reiknan- legu falli. Hann hugsaði sér vélar sem geta rennt í gegn um sig strimli, skrifað merki á hann, strokað þau út og lesið og breytt ástandi sínu eða stillingum á fáeina einfalda vegu eftir því hvaða merki þær nema á strimlinum. Ég ætla ekki að lýsa þessum vélum nánar. Þær eru kallaðar Turingvélar. Hver Turingvél getur unnið eftir einni aðferð.6 Það er hægt að lýsa þessum vélum og hegðun þeirra með 5 Lýsingu á þessum tvenns konar rannsóknaraðferðum má finna í grein Jóns Torfa Jónassonar frá 1992. Heimspekilega greinargerð fyrir muninum á hefðbundnum gervigreindarfræðum og rannsóknum á tauganetum má finna í Clark 1990 og Dreyfus & Dreyfus 1988. - Með venjulegri tölvu er hægt að herma eftir tauganeti með því að forrita hermilíkan af því og sömuleiðis er fræðilega mögulegt að láta tauganet líkja eftir öllu því sem tölvur geta gert. En sum verk er hægt að vinna margfalt hraðar með dreifðri vinnslu eins og fram fer í tauganeti heldur en með einu miðverki eins og í venjulegri tölvu og aðferðimar við að forrita tauganet kunna að opna möguleika á að láta vélar vinna verk sem er tæpast vinnandi vegur að forrita með hefðbundnum aðferðum. - f Dennett 1991 setur heimspekingurinn Daniel Dennett fram þá tilgátu að mannshugurinn sé tauganet en meðvitundin og ýmislegt æðra hugarstarf sé til vegna þess að hluti af starfsemi þessa tauganets sé í því fólginn að herma eftir miðverki hliðstæðu því sem er (venjulegri tölvu. 6 Nánari lýsingu á Turingvélum og greinargerð fyrir kenningu Turing um reiknanleika má finna í Davis 1982 bls. 3-24. Umfjöllun Davis er nokkuð tæknileg. Styttri og heldur alþýðlegri útlistanir má finna í Cutland 1980 bls. 53-57, Singh 1966 bls. 184-204, Penrose 1989 bls. 35-57 og Kleene 1988. Um Turingvélar og kenningu Turing um reiknanleika er fjallað frá ýmsum hliðum ( ritgerðasafni Herken frá 1988.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.