Hugur - 01.01.1995, Side 102

Hugur - 01.01.1995, Side 102
100 Atli Harðarson HUGUR sömu aðferð til að hreyfa sig. Annað hreyfír sig með því að snúa hjólum hitt með því að lyfta fótum og beygja hné. Ef til vill dugar þetta dæmi af vélmennunum. Ég ætla samt að bæta öðru við. Ef við lítum svo á að Flugleiðir og Norðurleið beiti grunnaðgerðunum: hleypa farþegum inn ífarartœki, stýrafarartœkifrá Reykjavík til Akureyrar og hleypa farþegum út úr farartæki þá getum við sagt að þessi fyrirtæki noti sömu aðferð til að koma farþegum milli Reykjavíkur og Akureyrar. Miðað við þetta val á grunnaðgerðum fara þau eins að. En ef við lýsum því sem Flugleiðir gera með grunnaðgerðum eins og að taka á loft og lenda þá fara þessi fyrirtæki ekki eins að. Til að eigna þeim sömu aðferð þarf að velja mjög flóknar og almennt orðaðar grunnaðgerðir. í ljósi þessa getum við sett fram afstætt samsemdarmið um aðferðir svona: Ef hægt er að lýsa því sem hlutur a gerir og því sem hlutur b gerir með sömu grunnaðgerðum gl, g2, g3 o.s.fr. og báðir hlutirnir framkvæma sömu röð grunnaðgerða að gefnu sama inntaki eða sömu kringumstæðum þá fylgja a og b sömu aðferð miðað við þetta val á grunnaðgerðum. Af þessu leiðir að það er yfirleitt tómt mál að tala um að tveir ólíkir hlutir vinni eins eða fylgi sömu aðferð í einhverjum algildum skilningi. Ólíkir hlutir geta aðeins unnið eins eða eftir sömu aðferð ef orðin „eins“ og „sömu“ eru skilin afstætt. Aðferðin er söm eða eins miðað við tiltekið val grunnaðgerða. Þegar sagt er að tveir hlutir vinni eftir sömu aðferð má alltaf spyrja að hvaða marki? Er aðferðin bara söm rétt á yfirborðinu þannig að það þurfi að skipta verkinu niður í mjög flóknar og almennt orðaðar grunnaðferðir til að tala um að hlutimir fari eins að eða em aðferðirnar eins alveg niður úr eða em þær eins á einhverju milliplani? Heimspekingurinn Daniel Dennett stendur framarlega í flokki þeirra sem telja að mögulegt sé að gæða tölvur raunverulegu viti og skilningi. í frægri ritgerð sem heitir „Cognitive Wheels: The Frame Problem of AI“ kallar Dennett skýringar á mannlegu hugarstarfi sem stangast á við alla líffræði „hugsanahjól" og líkir þeim þannig við 300 ára gamlar skýringar á hreyfingum vöðva og beina sem gerðu ráð fyrir að mannslíkaminn væri vél með reimum, hjólum og öðrum búnaði sem stingur í stúf við alla líffræði. í þessari grein segir Dennett að margir andmælendur gervigreindar séu sannfærðir um að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.