Hugur - 01.01.1995, Side 103

Hugur - 01.01.1995, Side 103
HUGUR Vélmenni 101 öll dæmi um gervigreind hljóti að vera gírkassar fullir af hugsanahjólum og engu öðru en þau rök sem oftast eru færð fyrir þessu byggist á misskilningi á aðferðum gervigreindarfræðinnar. Hann segir að lýsingar á hermilíkani af einhverju vitsmunastarfi geti verið með ýmsu móti allt frá því að nota orðalag eins og haft er um fólk, niður í lýsingar á forriti á einhverju æðra máli og jafnvel enn lengra niður að grunnaðgerðum sem eru byggðar inn í vélbúnaðinn. Síðan segir Dennett: Engum dettur í hug að líkanið samsvari sálfræðilegum og líffræðilegum veruleika alveg niður úr. Því er aðeins haldið fram að á einhverjum hærri stigum fyrir neðan stig fyrirbærafræðilegra lýsinga [below the phenomenological level) /.../ samsvari hermilíkanið því sem líkt er eftir, þ.e. vitsmunastarfi lifandi vera, t.d. manna.'^ Áttum okkur aðeins á hvað þetta þýðir. Þetta þýðir væntanlega að tölvulíkan af hugarstarfi þurfi að vinna eins og mannshugurinn miðað við eitthvert safn grunnaðgerða. En nú hljótum við að spyrja hvaða safn grunnaðgerða? Á hvaða stigi þarf tölvan að vinna eins og heilinn til að hún hugsi og skilji í raun og veru? Á hversdagsmáli lýsum við hugarstarfi manna með því að tala um tilfinningar, skoðanir, geðshræringar, skynjanir, reynslu, vilja, ætlun, skapgerð o.s.fr. Á máli lífeðlisfræðinnar er heilastarfseminni lýst með tali um taugafrumur, boðefni, rafstrauma eða eitthvað því um líkt. Hingað til hafa hvorki hversdagsleg hugtök né lífeðlisfræðileg dugað til að orða nein náttúrulögmál um atferli fólks og sálarlíf. En gervigreindarfræði og sálfræði sem byggir á tölvulíkönum gera yfirleitt ráð fyrir að til sé eitthvert stig á milli hversdagsmálsins og lífeðlisfræðinnar og með hugtökum á þessu stigi megi fanga eðli hugarstarfsins, skýra mannlega hegðun og orða lögmál sálarfræðinnar. Það má lfka lýsa hegðun tölvu bæði með hversdagslegu orðalagi og með orðalagi raftækninnar. Ef tölva er að tefla lýsum við því sem hún gerir með orðalagi eins og: „Hún er að reyna að valda biskupinn.“, „Hún ætlar að hóta drottningunni í næsta leik.“ Sá sem kann skil á rökrásum og rafeindatækni getur lýst því sem gerist inni í tölvu með því að tala um straum, spennu, gikkrásir, rökhlið og því um líkt. En þegar tölvur eru annars vegar er til millistig milli 17 Dennett 1984 bls. 166.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.