Hugur - 01.01.1995, Síða 119

Hugur - 01.01.1995, Síða 119
HUGUR Jörgen Pind 117 Því er ekki að undra að þeir sem hafa lagt slíka útreikninga niður fyrir sér á seinni árum hafa fengið nokkuð aðra útkomu en von Neumann. Einn þeirra er stærðfræðingurinn Jacob T. Schwartz (1988) sem hefur nýlega reynt að reikna svipað dæmi miðað við nýjustu upplýsingar í taugalífeðlisfræði. Hann kemst að því að heilinn framkvæmi um 1021 aðgerðir á sekúndu (en ekki 14 x 1010 eins og von Neumann áætlaði). En þessir útreikningar sýna líka að samlíking tölvu og heila að þessu leytinu er ekki sérlega upplýsandi. Væntanlega fýsir okkur flest að vita eitthvað um starfshætti taugafrumna, t.d. hvernig taugakerfið megnar að stilla saman tvær ólíkar myndir sem falla á sjónur augnanna þannig að úr verði ein mynd með dýpt. Magnreikningar af því tagi sem von Neumann iðkaði, hvort sem þeir eru réttir í smáatriðum eða ekki, varpa engu ljósi á slíkar spurningar. Einn er þó sá þáttur í útreikningum von Neumans sem ástæða er til að staldra við því þar bendir hann á grundvallarmun sem er á tölvu og heila. Hann telur fullljóst að heilinn verði að framkvæma útreikninga sína með mikilli nákvæmni, slíkt sé eðli þeirra verkefna sem heilinn þurfi að leysa (skynjun, stjórnun hreyfinga o.s.frv.). Rannsóknir hafi hins vegar sýnt að heilinn skráir upplýsingar, t.d. um styrk áreita, með tíðni taugaboða. Þessi tíðni sé breytileg á bilinu 50 til 200 boð á sekúndu. Sú breidd í svörun felur hins vegar í sér afar litla nákvæmni. Af þessu dregur von Neumann þá ályktun að heilinn beiti ónákvœmum aðferðum. Slíkt getur reyndar haft sína kosti. í útreikningum í tölvu má yfirleitt engu muna til að útkoman verði ekki rétt. Þessu er vitaskuld allt öðru vísi farið um heilann, hann getur starfað eðlilega þrátt fyrir ótrúlega breytileg ytri skilyrði. Niðurstaða von Neumans er því sú að vissulega beri taugafrumur svip stafrænna rása en starfshættir heilans séu hins vegar að verulegu leyti frábrugðnir starfsháttum tölvu. í ljósi þessa er ekki að undra að þegar menn fóru fyrst af alvöru að huga að möguleikum gervigreindar, að gæða tölvur skynsamlegu viti, varð þeim starsýnt á samlíkingu hugar og hugbúnaðar frekar en heila og vélbúnaðar. Sálfræðileg sjónarmið komu þar verulega við sögu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.