Hugur - 01.01.1995, Síða 128

Hugur - 01.01.1995, Síða 128
126 Jörgen Pind HUGUR og tölvur eru samkvæmt skilgreiningu táknvélar, þá sé óyggjandi að tölvur hugsi í raun og veru, rétt eins og menn. Searle tekur sem dæmi um slíkt forrit eitt af málskilningsforritum Schanks (1975) sem að mati Schanks getur sett sig í spor viðskiptavina á hamborgarastöðum í Vesturheimi. Forritið fær sögu eins og þessa til að glíma við: „Jón fór á hamborgarastað. Hamborgarinn var viðbrenndur svo hann yfirgaf staðinn án þess að borga“. Ef forritið getur svarað því til að líklega hafi Jón ekki borðað hamborgarann (en um það segir ekkert í sögunni) munu talsmenn róttækrar gervigreindar halda því fram að forritið hafi skilið söguna þar sem svör forritsins séu skynsamleg og viðeigandi. En hvernig ber tölvan sig að því að svara þessum spurningum? Jú, tölvan fylgir einvörðungu skipunum þess forrits sem hún er mötuð á og þar eð hún er formleg táknvél verður að álykta að skilningur feli einfaldlega í sér meðhöndlun tákna samkvæmt forskrift.2 Röksemdafærsla Searles leiðir hins vegar í ljós að hér er ekki allt sem sýnist. Hún er sem hér segir í lauslegri endursögn. ímyndum okkar að ég sé læstur inni í herbergi og fyrir framan mig á borði er stafli af blöðum með kínverskum táknum. fmyndum okkur enn frekar, sem er satt og rétt, að ég kunni enga kínversku og skilji því ekki táknin fyrir framan mig. Þegar hér er komið sögu fæ ég í hendur enn einn blaðastaflann með kínverskum táknum en líka blöð með upplýsingum um það hvernig sambandi táknanna í stöflunum tveim er háttað. Þessar reglur eru ritaðar á íslensku og ég skil þær. Þar stendur t.d. eitthvað á þá leið að sé mér rétt blað með krissi og krassi skuli ég leita að blaði með krassi og krussi í fyrri bunkanum. Finni ég það sé mér óhætt að láta af hendi eitt af blöðunum í öðrum bunkanum með krassi, krissi og krissi, en að öðrum kosti skuli ég bíða eftir næsta blaði að utan. Og viti menn, blöð taka nú að berast að utan hvert á fætur öðru og ég fletti og hræri í bunkunum tveim, skila stundum blöðum til baka, stundum ekki, en allt og sumt sem ég geri er að fylgja reglubókinni góðu. Nú háttar reyndar svo til, þótt það sé mér með öllu ókunnugt, að mennimir utan herbergisins, sem hafa afhent mér blöðin og sjá um að taka við blöðum frá mér, hafa komið sér saman um að kalla fyrsta 2 Þessu hefur svo sem oft verið haldið fram. Nýlegt dæmi er t.d. í bók Bodens (1990) um „reiknifræði sköpunargáfunnar" þar sem hún segir: ,,[A] word in a language one understands is a mini-program“. Ég hef gagnrýnt kenningar Bodens um sköpunargáfuna á öðrum vettvangi (Jörgen Pind 1994).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.