Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Blaðsíða 46
22
ÓLAFUR S. TiHORGEIRSSON:
Jónsdóttir. systir Péturs í NorStungu. Faðir þeirra
var Jón á Söndum í MiSfirSi Sveinsson á SkarSi í
Neshreppi og konu hans ÞuríSar Pálsdóttur frá Háa.
rifi (af VatnsfjarSarætt), Jón á Söndum kvæntur
Dagbjörtu Pétursdóttur frá Húki.GuSmundssonar og
Bergljótar koira hans Pétursdóttur, Arasonar, Jóns*
sonar rauSbrota — galdramanns á Söndum, ríknr
höfSingi, dáinn um 1600. Annars er ætt Péturs f
NorStungu, afa Kristjáns í Duluth, rakin í karllegg
til Ólafs hvíta og konu hans, Unnar djúpúðgu
(J. P. og V. H, D.).
Börn þeirra Kristjáns og GuSrúnar voru fjögur:
1. Pétur, dó ungur. 2. Albert, hiS mesta mannsefni,
dó 17 ára. 3. Svafa. gift Carli Hansen. Hann er
NorSmaSur. Þau hjón eiga eina dóttur, 4. Susan,
dó 21 árs aS aldri, blómleg og velgefin,
Saga Kristjáns á fslandi, er svipuS sögu annarra
íslenzkra dalamanna í hans tíS. Skólanám þektu
þeir ekki, en fyrir lífiS urSu þeir hverjum háskóla-
nema mentaSri, eSa betur “mentir'’, andlega og lík-
amlega, af því aS finna sjálfir úrlausn á fyrirliggjandi
dæmum og verkefnumr og af stöðugum áflraunum.
Um tvítugt þótti þó Kristján skara fram úr jafn-
öldrum að harSfengi og snarræSi. Naut og tækifær-
anna þar í Sveinatungu, sem sjálfkjörinn fylgdar-
maSur ferSamanna yfir hina illviSrasömu Holta-
vörSuheiSi. ÞaS var og eitt sinn, í þorralokin, á
leiS til sjóar —í ver—aS hann óS Hvítá í BorgarfirSi,
fyrir þá sök aS hún þótti óreiS og óferjandi af krapa-