Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Blaðsíða 79
ALMANAK
SS
minst síðar í þessum þætti. Þeir bræður verzluðu
þar í félagi fyrst framan af, þar til þeir skiftu með
sér; verzlaði Pinnbogi þar einn síðan, þar til í sum-
ar sem leið (1923), að hann seldi verzlun þessa
enskumælandi manni, sem nú verzlar þar.
Auk þessara tveggja verzlana, Björns og Finn-
boga, sem nú hafa verið nefndar, eru þessar verzl-
anir í Langruth sem stendur: Járnvöru- og olíu-
verzlun Jóns Árnasonar Hannesson; timburverzlun
Steina Olson (Þorsteins Björnssonar); kjötverzlun
Karls Pranklins Björnssonar Lindal, sem gengur
undir nafninu C. P. Lindal. Verkfæraverzlun hefir
Guðni Ólafsson Thorleifsson. Fleiri verzla þar með
jarðyrkjuverkfæri og fleira þar að lútandi, þar á
meðal Jón járnsmiður Þorsteinsson, ættaður af
Álftanesi. Jón er afbragðs hagur maður, verkmað-
ur mikill, og hefir fullkömin, mörg og margbrotin
verkfæri til járnsmíðanna. — Aldina- og sætinda-
verzlun er þar; hana rekur nú Miss Kristlaug Valdi-
marsson. Þá verzlun rak áður Sóffonias Jósefsson
Helgason. Eftir hann látinn keypti Miss Valdimars-
son verzlunina. /
Þess þarf varla að geta, að síðan verzlun hófst í
Langruth, hafa öll viðskifti bygðarmanna dregist
þangað.
Með járnbrautinni, 17 mílur norður af Langruth,
hefir myndast kaupstaður, sem heitir Amaranth.
Þar verzla þeir, sem búa þar norður með vatninu.
Ýmsir nautgripakaupmenn hafa keypt nautgripi og
nokkuð af sauðfé af bygðarmönnum. Sauðfé er ekki
margt hjá bygðarbændum. Sú atvinnugrein, þó
hún hafi ekki verið mikið stunduð, 'hefir þó verið
bændum atvinnubót. Pleiri af gripakaupmönnum
enskumælandi menn. Mest hefir kveðið að gripa-
kaupum Math. Hall. Hann býr skamt fyrir norðan
Westbourne. Hefir hann löngum haft stóra og yfir-
gripsmilda nautgripaverzlun. Einnig hefir hann
verzlað mikið með hesta. — Nokkrir íslendingar hér