Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Blaðsíða 95
ALMANAK
71
leg stúlka; og Friðrik Hermann, fæddur 19. marz
1908, dáinn 11. september sama ár. Þessi eru á
lífi: l)Jóhann Arnór, — 2) Tómás Edward. —
3) Helgi Albert, — 4) Sigmundur Þórhallur, við
bóknám. — 5) Eyjólfur Ingimar, — 6) Jóhanna
Sigríður, stundar kennaranám,
Eyjólfur Tómásson, sonur Tómásar, sem fyrst
er talinn hér að framan, Eyjólfur kom tli Ameríku
1886 með föður sínum, Hann átti all-lengi land
hér í bygð, sem hann er nú búinn að selja, Mun
hann ekki hafa verið búsettur hér, Kona hans er
Albína Svanfríður Sveinsdóttir. Kona Sveins og
móðir Albínu mun hafa heitið Hólmfríður, Hún fór
til Ameríku, er dáin fyrir mörgum árum. Sveinn
faðir Albínu var kendur við Sigluvík í Svalbarðs-
strandarhreppi í Eyjafjarðarsýslu, og því vanalega
nefndur Sigluvíkur-Sveinn. Sveinn var talinn all-
snjall hagyrðingur. Þegar eg vissi síðast til (1910)
átti Eyjólfur Tómásson heima í borginni Seattle,
Wash., í Bandaríkjunum, og þá áttu þau Sveinn og
Albína þrjú börn á lífi.
Jón Tómásson, sonur Tómásar s. f. e. n. Jón
fluttist til Ameríku með föður sínum. Kona hans
er Svafa Ásmundsdóttir, ættuð af Melrakkasléttu.
Foreldrar hennar: Ásmundur og Kristjana. Fluttu
til Ameríku. Þau munu hafa búið í Big Grass bygð
í Manitoba, nú ísafold P. 0., Man. — Jón byrjaði bú-
skap hér í bygð, en flutti héðan vorið 1900 vestur
til Big Grass bygðar, og þaðan 1903 vestur að
Kyrrahafi, og mun nú eiga þar heima.
Böðvar Jónsson. — Hann er fæddur 23. maí
1869 í Auðsholti í Ölfushreppi í Árnessýslu. For-
eldrar hans: Jón Sæmundsson og kona hans Ingi-
björg Böðvarsdóttir frá Reyðarvatni á Rangárvöll-
um. Jón faðir Böðvars druknaði á þriðja í pásk-
um (27. marz) 1883, frá Þorlákshöfn, með Ólafi