Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Síða 109
ALMANAK
85
bætt við það, sem sagt er í kaflanum um Bjarna
Tómásson um ætt þeirra systkina:
Guðmundur faðir Jóhanns á Húsabakka bjó í
Egg í Hegranesi; kona hans var Ragnhildur Arn-
órsdóttir, systir séra Sigurðar á Mælifelli. Foreldr-
ar Guðmundar í Egg voru Sigurður bóndi í Egg og
kona hans Björg Björnsdóttir frá Ási í Hegranesi.
Foreldrar Sigurðar (yngra) í Egg voru Sigurður
(eldri) í Egg og kona hans Þórunn, dóttir Gunnars
Jónssonar á Hvalsnesi á Skaga. Gunnar sá býr á
Hvalsnesi 1757. Er ætt Þórunnar rakin til Hrólfs
sterka lögréttumanns á Álfgeirsvöllum, og frú Ingi-
bjargar Bjarnadóttur konu Hrólfs til Torfa ríka í
IÁofa á Landi . Ingibjörg kona Hrólfs var dóttir
Bjarna á Stokkseyri. Bjarni faðir hennar var son-
ur Torfa í Klofa. Torfi í Klofa er á lífi 1504. Það
segja fróðir menn, að seinna sé hans ekki getið.
Frá Torfa í Klofa er ættin rakin til Lopts ríka Gutt-
ormssonar á Möðruvöllum. Loptur andaðist 1432.
Jóhann ólst upp á Húsabakka hjá foreldrum
sínum. Gifti sig ungfrú Sigríði ólafsdóttur 20.
október 1882. Hún erjædd 16. júlí 1854 á Hofs-
stöðum í Vindhælishreppi í Húnavatnssýslu. For-
eldrar hennar voru ólafur trésmiður ólafsson og
kona hans Sigríður Sæmundardóttir.
Þau hjón Jóhann og Sigríður fluttu til Ameríku
1887 frá Öxnhóli í Skriðuhreppi í Eyjafjarðar-
sýslu. Þar höfðu þau búið þrjú ár. Þegar til
Ameríku kom, settust þau að í Þingvallanýlendu,
Sask. Bjuggu þar til 1892. Fluttu þá austur fyrir
Manitobavatn. Bjuggu þar nálægt því sem Vogar-
póststöð er nú. Þar voru þau þrjú ár. Fluttu svo
vestur fyrir Manitobavatn og bjuggu tvö ár við
Sandy Bay, Man. Komu hingað í bygðina 1897.
1901 keypti Jóhann land á Sec. 14, T. 17, R. 9. Þar
bjuggu þau til 1918, að þau fluttu í kaupstaðinn
Langruth. Seldu þá land sitt og bú; landið keypti
Jóhann Arnór sonur þeirra. Þar hefir Jóhann bygt
íveruhús, og þar hafa þau átt heima síðan,