Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Blaðsíða 77
ALMANAK
ef nafn einhvers eða einhverrar kynni að vanta hér,
heldur af því, að gögn um þetta hefi eg ekki við
hendina. Varð því að treysta minni mínu eða mis-
minni. Minnið bregst manni oft.
í kaupstaðnum Langruth hefir verið bygt all-
stórt skólahús úr múrsteini. Þegar það reyndist of
lítið, þá var bygt á skólalóðinni lítið timburhús til
viðbótar. í báðum þessum skólahúsum fer nú
kensla fram,
Póstmálefni.
Það mun hafa verið árið 1898 —■ ártalið veit eg
eklti fyrir víst — að póstafgreiðsla var stofnuð í
bygðinni og pósthúsið nefnt Wild Oak. Var póst-
afgreiðslan á ýmsum stöðum fyrir vestan “Kílana”,
eftir því sem menn voru viðlátnir að takast þann
starfa á hendur. Póstafgreiðslumenn voru:
Gísli Jónsson, Davíð Valdimarsson og Bjarni
Þorsteinsson Eastmann.
Jafnsnemma og kaupstaður myndaðist í Lang-
ruth, var pósthús sett þar. Pósthúsið Wild Oak var
lagt niður 1917 (?), og póstafgreiðslan sameinuð
pósthúsinu í Langruth. Póstafgreiðslumaðurinn
þar er enskumælandi maður.
Áður en járnbraut var lögð til Langruth, gekk
póstferð einu sinni á viku sunnan frá Westbourne
norður með Manitobavatni vestanverðu, norður til
“Post”, sem þá var ein af verzlunarstöðvum Hud-
sonsflóa félagsins. Hvort sú verzlun er rekin þar
nú, er mér ekki kunnugt.
Verzlun og samgöngur.
Á fyrstu árum eftir að bygðin myndaðist voru
aðal-verzlunarviðskifti bænda við kaupstaðinn
Westbourne, sem er um 22 rnílur suður frá suður-
takmörkum bygðarinnar. Nokkur verzlunarviðskifti
voru og við kaupstaðinn Gladstone, sem er héðan í
vestur um 30 mílur. í Westbourne verzluðu íslend-