Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Blaðsíða 78
54 ÓLAFUE S. THORGEIRSSON!
ingar hér úr bygðinni og ýmsir þeirra, er norðar
með vatninu áttu heima, einkum við Mr. Henry Da-
vey, sem reyndist þeim hinn bezti drengur og hjálp-
armaður á frumbýlingsárunum. Henry Davey
verzlar enn í Westbourne, Hann er talinn ríkpr
niaöur, góðgjarn og vitur.
Á fyrri árum var lágt verð á vörum þeim, sem
bændur höfðu að selja. Enda voru þá vörur þær, er
bændur þörfnuðust, með miklu lægra verði en nú
gerist.
Mig skortir þekkingu til að segja nákvæmlega
frá vöruverði og verzlunarviðskiftum á ýmsum tím-
um. Væri það þó fróðlegt. frá hagfræðilegu sjón-
armiði. En mikinn kunnugleika þarf á því efni, til
að geta skýrt rétt frá því.
Þarfir frumbýlingsins takmarkast mjög af efna-
hagnum og verða því hvorki margar né miklar. Þá
neita menn sér um margt, sem síðar verður að
nauðsyn, sem verður að fullnægja. Þetta kannast
allir frumbyggjar við.
Árið 1908 var lögð járnbraut til Langruth. Það
mun hafa verið rétt fyrir jólin 1908 að fyrsti fólks-
flutningsvagn kom til Langruth, og hófust síðan
flutningar með braut þessari, sem nefndist Oak
Land braut. Er bún ein af liliðarbrautum C. N. R.
járnbrautarkerfisins, og hefst að sunnan frá aðal-
brautinni í Portage La Prairie.
Um vorið 1910 bygðu þeir Björn Sigfússon
Bjarnascn og Soffonías Jósefsson Helgason í sam-
lögum fyrsta verzlunarhúsið í Langruth, og um leið
fyrsta húsið, sem þar var bygt. Byrjuðu þeir svo
jafnharðan að verzla í húsi þessu. í þessu húsi rek-
ur nú Björn Sigf. Bjarnason allstóra og umfangs-
nn'kla verzlun. Sumarið 1911 bygðu þeir bræður
Erlendur og Finnbogi, synir Erlendar G. Erlends-
sonar bcnda hér í bygðinni, verzlunarhús í Lang-
ruth og byrjuðu að verzla þar. Erlendur faðir þeirra
er ættaður frá Melnum við Reykjavík. Verður hans