Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Blaðsíða 118
94
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Washington-eyjar í Wilconsin-ríkinu og hefir dval-
ið þar síðan. Árið 1874 kvæntist Guðmundur Guð-
rúnu íngvarsdóttur, fædd 14. marz 1842, ættuð af
Eyrarbakka. Var Guðrún heitin Guðmundi áður
hann fór af landi burt, og kom liún svo síðar í hópi
þeirra tólf, sem fluttust að heiman 1872. Börn
þeirra eru:
1. Málfríður, fædd 4. október 1875; gift hérlend-
um manni, búa þau í Chicago, barnlaus. 2. Guð-
Giibrún Ingvarsdóttir Gubrn. Guómundsson
rún Sigríður, fædd 20. október 1877, giftist ung og
á eina dóttur barna, er heitir Guðrún, og gift er
fyrir tveim árum, og á nú son ársgamlan. 3. Guð-
ójörg, f. 3. nóv. 1879, bóndakona í Indíanaríki, eiga
4 börn. 4. Albert Theódór, f. 6. júlí 1881, kvæntur
hérlendri konu og á eina dóttur. 5. Þorleifur, f.
14. maí 1883, kvæntur hérlendri konu, og eiga þau
4 börn. Báðir eru bræðurnir til heimilis á Washing-
ton-eyjunni og eiga þar fiski-útgerð all-stóra.