Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Blaðsíða 97
ALMANAK
73
sýslumanns í Winnipeg. Pöðurfaðir þeirra Árna
og Höllu var Jón stúdent á Leirá (d. 1862) Árna-
son. Þau lijón Guðni og Halla eru bæði dáin fyrir
all-löngu. — 7. Jónína.
Böðvars er getið í Almanaki ó. S. Th., bls. 63
og Ingibjargar móður hans í Alm. 1920, bls. 45—
46.
Jón Þórðarson. — Hann er fæddur 25. nóvem-
ber 1863, á Vestri-Reini á Akranesi. Foreidrar
hans: Þórður (d. 1872) og ko'na hans Guðrún (d.
1873) Jónsdóttir. Faðir Þórðar var Björn Vestur-
landspóstur, alþektur göngu- og mannskapsnmður.
Þórður var og hraustmenni og vel farinn að mörgu.
Síðast bjó Þórður á Másstöðum á Akranesi. Syst-
kini Jóns eru: Þórður bóndi á Vegamótum á Akra-
nesi; Bjarni bóndi vestur í Vatnabygðum, Sask.;
Björn bóndi við Sandy Bay, Man.; Guðjón, sjómað-
ur á Akranesi, og Þórunn, ekkja Ólafs bónda Kjart-
anssonar í Tandraseli — Tannhamarsseli — í Borg-
arhreppi. Margir eru þeir synir ólafs og Þórunnar,
allir heima á íslandi, nema Björn, sem kominn er
til Ameríku og á nú heima að Langruth P. O. Man.
Þórunn á nú heima í Reykjavík.
Jón Þóröarson ólst upp frá 10 ára aldri hjá Guð-
mundi bónda Jörundssyni í Dægru á Akranesi. Var
strax á unga aldri við sjómensku. 16 ára gamall
byrjaði hann formensku og var síöan fornmður
meðan hann dvaldi á íslandi.
Frá Nýjabæ á Akranesi fór Jón til Ameríku ár-
ið 1886. Mun hann skömmu síðar liafa farið til
Þingvallanýiendu, Sask. Þar í Þingvalalnýlendu
kvæntist liann og gekk aö eiga Guðfinnu Tómás-
dóttur, dóttur Tómásar Ingim., Guðfinna er fædd
21. ágúst 1861 á Litla-Ármóti. Byrjuðu þau búskap
í Þingvallanýlendu og bjuggu þar í 5 ár. Jon kom
hingaö 1894 og nam strax land, sem liann hefir
búið á síðan. Búnað sinn færði lmnn fyrir nokkr-
um árum á land, er hann keypti í námunda við hið