Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Blaðsíða 85
ALMANAK
61
Tómás Ingimundarson var fæddur og uppalinn
í Efstadal í Laugardalshreppi í Arnessýslu. For-
eldrar: Ingimundur Tómásson bóndi í Efstadal og
kona hans Guðfinna Eiríksdóttir. Meðal systkina
Tómásar voru: Jón, sem lengi bjó í Skipholti í
Hrunamannahreppi, Árnessv'-i", cg Margrét kona
Erlendar Eyjólfssonar í Skálholti í Biskupstungna-
hreppi, Árnessýslu- Frá beim Jóni og Margréti er
margt manna komiö, emkum ira Margréti. Tómás
giftist úr föðurgarði og gekk að eiga Guðrúnu
Eyjólfsdóttur frá Snorrastöðum í Laugardal. Eyj-
ólfur á Snorrastöðum var sonur Þorleifs á Böð-
móðsstöðum í Laugardal, Guðmundssonar í Eystri-
Tungu í Landbroti í Kirkjubæjarhreppi í Vestur-
Skaftafellssýslu. Tómás var 25 ára gamall, þegar
liann giftist, en kona hans 27 ára gömul. Eyjólfur
Þorleifsson á Snorrastöðum átti fjölda barna. Eru
afkomendur hans fjölmargir, bæði heima á Islandi
og í Ameríltu. Meðal dætra hans var Katrín kona
Andrésar Magnússonar frá Syðra-Langholti í
Hrunamannahreppi; þeirra sonur séra Magnús
Andrésson á Gilsbakka. Tómás Ingimundarson
andaðist 13. febrúar 1899. Guðrún kona hans and-
aðist 30. marz 1898.
Tómás byrjaði búskap á Litla-Ármóti í Hraun-
gerðishreppi. Flutti þaðan að Nabba í Sandvíkur-
hreppi, bjó þar nokkur ár. Flutti þaðan 1876 að
. Egilsstöðum í Ölfushreppi og bjó þar til 1886.
Flutti þá til Ameríku. Settist að í Þingvallanýlendu,
Sask., og nam þar land. Þaðan flutti han til Quapple
dalsins, Tantallon, Sask. Bjó þar eitt ár. Önn-
ur heimild telur þrjú ár, eg held það fyrra réttara.
Árið 1894 flutti hann hingað í bygð og bjó hér síð-
an til dauðadags. Var einn meðal hinna allra
fyrstu frumbyggja þessarar bygðar. Eg sem þetta
skrifa, hafði engin kynni af Tómási (eg kom hingað
árið 1900).
Nákunnugir menn hafa lýst Tómási svo: að
liann hafi verið dugnaðarmaður mikill, skynsemd-