Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Blaðsíða 96
72 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Jóhannessyni frá Dísastöðum í Sandvíkurhreppi.
Fórst þar margt góðra drengja, mannval mikið.
Ingibjörg móðir Böðvars dó hjá honum, að mig
minnir 1903. Kona Böðvars er Guðrún eldri, dótt-
ir Tómásar Ingim, Guðrún er fædd 14, septepi-
ber 1864, á Litla-Ármóti. Böðvar er seinnimaður
Guðrúnar, Fyrrimaður henpar var Jónas Jónssop,
Árnesingur að ætt, Guðrún misti hann eftir stutta
sambúð, og voru þau barnlaus,
Böðvar flutti 1886 frá Auðsholti tU Ameríku,
ásamt móður sinni og systkinum, Fór þá til Þing-.
vallanýlendu, Sask, Byrjaði þar þúskap með móð’
ur sinni, Hann kom hingað 1894, Na,m landið,
sem hann hefir búið á síðan. Böðvar hefir stórbú,
Beeði mikla akuryrkju og nautpeningsrækt. Hinn-
Ig hefir hann talsvert stundað sauðfjárrækt, Böð-
var er mikill athafnamaður, hefir rutt, brotið og
ræktað mikið land til akuryrkju, Notar olíuvél við
akuryrkjuna, sem nokkrir fleiri bændur hér. Þaö
mun hafa verið 1908 sem Böðvar keypti þreskivél,
Böðvar mun vera annars þeirra manna, er fyrstir
keyptu og notuðu þreskivélar hér í bygðinni. Hinn
er Jón Halldórsson Húnvetningur, þá bóndi hér, nú
að Lundar, Man. Böðvar hefir bygt stórt og vand-
að íveruhús, með nútíðarþægindum, miðstöðvar-
hitun og rafljósum.
Böðvar er drengur góður, dugnaðarmaður, vel
viti borinn og fróður um margt. Guðrún er sæmd-
arkona og stendur vel í stöðu sinni. Börn þeirra
Böðvars og Guðrúnar: 1. Jónas — 2. Tómás. —
3. Haraldur. — 4. Archibald. — 5. Ingibjörg. — 6.
Kristín, Kona Haraldar Guðnasonar Sigurðsson
smiðs í Winnipeg. Foreldrar Haraldar: Guðni Sig-
urðsson smiður í Melkoti í Melasveit, Böðvarssonar
smiðs á Skáney, Sigurðssonar. Margir eru afkom-
endur Böðvars smiðs á Skáney. Margir eru þeir
frændur smiðir góðir og atgervismenn að öðru.
Kona Guðna Sigurðssonar og móðir Haraldar:
Halla Eggertsdótth’, systir Árna Eggertssonar fé-