Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Blaðsíða 89
ALMANAK
65
voru mjög gestrisin og létu gott af sér leiða, en ætíð
fremur fátæk, Komust þó af til hlítar meðan kraft-
ar entust.
Eftir því sem eg hefi komist næst, voru fjórir
framangreindir menn fyrstu frumbyggjar í Big
Point bygð fyrir vestan “Kílana”: Tómás, Ólafur,
Böðvar Laxdal og Hallgrímur.
Ja.kob Sigurðsson Crawford. — Hann er fædd-
ur 18. apríl 1855 á Kambi í Reykhólahreppi í Barða-
strandarsýslu. Foreldrar hans: Sigurður Sakkar-
íasson og fyrri kona hans Ragnheiður Björnsdótt-
ir. Sigurður faðir Jakobs var sonur Sakkaríasar
Jóhannssonar á Heydalsá í Kirkjubólshreppi í
Strandasýslu, síðar á Kollafjarðarnesi. Sakkarías
var sonur séra Jóhanns Bergsveinssonar í Garps-
dal. Séra Jóhann dó 1822. Ragnheiður móðir Ja-
kobs var dóttir Björns Einarssonar af Bustarfells-
ætt. Kona Björns og móðir Ragnheiðar var Ragn-
heiður, dóttir Magnúsar sýslumanns Ketilssonar.
Magnús sýslumaður bjó í Búðardal í Dalasýslu.
Hann var einn af öndvegishöldum íslendinga á 18.
öldinni. Magnús dó 18. júlí 1803. Fjölmenn ætt
er komin frá honum.
Systkin Jakobs (börn Sigurðar og Ragnheiðar)
voru: Björn, fór til Ameríku; um fá ár bóndi í Big
Point bygð, síðar við Winnipegosis. — Jón, fór til
Ameríku, var þar nokkur ár; fór svo heim til ís-
lands, nú bóndi á Háa-Refi á Snæfelssnesi, og Ragn-
heiður, gift kona á Flateyri í ísafjarðarsýslu.
Jakob fór af íslandi til Ameríku 1876, með
“stóra hópnum”. Það ár var mikill flutningur Is-
lendinga til Ameríku. Sumir hafa talið, aö það ár
(1876) hafi 1200 íslendingar flutt vestur.
Tvö fyrstu árin eftir að Jakob kom vestur,
vann hann bændavinnu í Manitoba. 187S fór hann
vestur til Prinee Albert. í flokki þeim, er hann
flutti með vestur til Prince Albert, voru 30 manns,
karlmenn, konur og börn. Jakob var eini livíti