Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Blaðsíða 117
ALMiANAK
93
FYRSTU VESTURFARARNIR
frá Islandi.
Tveir eru enn á lífi af fjórum, sem fyrstir íslend-
inga fluttust vestur um haf af íslandi. Eru það þeir
Guðmundur Guðmundsson og Árni Guðmundsson,
sem nærri stöðugt hafa átt heima á Washington-
ej unni í Bandaríkjum, síðan þeir komu hingað til
lands árið 1870. Báðir eru þeir orðnir gamlir
menn. Guðm. á níræðis aldri og Árni nær áttræður
og báðir þó all-hressir á sál og líkama, en húast
nú við, eins og eðlilegt er, að með hverju árinu sem
líður, verði eyjarvistinni lokið og að þeir i'lytji “til
meginlands yfir vötnin miklu”, eins og prestarnir
komast að orði. — Hinir tveir félagar þeirra, Jón
Gíslason kaupmaður og Jón Einarsson, eru báðir
dánir fyrir all-mörgum árum síðan. Æfiágrip með
myndum þessara fjórmenninga eru prentuð í þessu
almanaki árið 1900, eftir herra Árna Gudmundsen.
Guðm. Guðmundsson er fæddur 8. júlí 1840, á
Litlahrauni í Stokkseyrarhreppi í Árnessýslu. For-
eldrar hans voru Guðmundur Þorgilsson og Mál-
fríður Kolbeinsdóttir, systir Þorleifs Kolbeinssonar,
er bjó á Stóru-Háeyri í Árnessýslu. Þorgils afi
Guðmundar var Jónsson á Bakkakoti í Landeyjum,
Guðbrandssonar, Lafranssonar í Kornhúsum í
Hvolhreppi, Þórðarsonar, en kona Þorgilsar var
Margrét Gísladóttir, Eyjólfssonar sterka á Litla-
Hrauni.
Guðmundur fór eins og áður er sagt, vestur um
haf 1870 og lenti í Milwaukee, en fór um haustið til