Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Blaðsíða 87
ALMANAK
63
janúar 1851 í Bræðratungu í Biskupstungum. For-
eldrar hennar: Guðni Tóniásson og seinni kona
hans Hólmfríður Magnúsdóttir frá Laugarvatni.
Seinna bjuggu þau lijón í Haga í Grímsnesi. Ólafur
byrjaði búskap á Tungufelli í Lundar-Reykjadal. Bjó
þar góðu búi nokkur ár. Fluttist þaðan til Ame-
ríku vorið 1897. Dvaldi fyrstu ár sín í Ameríku í
Winnipeg og stundaði þar trésmíðar.
Hann fluttist hingað 1894. Nam skömmu síðar
land á Sec. 30, T. 16, R. 8. Bjó þar síðan góðu búi
til 1918 (?), að hann flutti til Langruth, og á þar
heima nú. Þeim hjónum Ólafi og Guðbjörgu hefir
búnast vel, Ólafur er talinn vel efnaður maður. —
Ólafur er skynsamur maður, frændrækinn, og hefir
tekið mikinn og góðan þátt í félagsmálum bygðar-
innar. Auk bústarfa, hefir ólafur gefið sig talsvert
við smíðurn. Guðbjörg er nú, og liefir verið um
nokkur undanfarin ár, mjög farin að heilsu. rÆeðan
heilsa og kraftar entust, vann hún vel skylduverk
sitt. Þau lijón eru mjög gestrisin og greiðasöm.
Börn þeirra eru: 1) Guðni verkfærasali í Lang-
ruth. Kona lians er Eyjólfína Gottfred, fyrverandi
kenslukona. — 2) Hólmfríður kona Steins Olson
timbursala í Langruth. — 3) María Sesselja fyrv.
kenslukona, kona Hallgn'ms Árnasonar Hannes-
son bónda hér í bygð. — 4) Anna, ógift, vinnur við
verzlun í Winnipeg.
Böðvar Gíslason Laxdal. — Hann er fæddur
20. október 1853 að Neðri-Brekku í Saurbæjar-
hreppi í Dalasýslu. Foreldrar hans: Gísli Stein-
dórsson og kona lians Jóhanna ólafsdóttir. Móðir
Gísla Steindórssonar og föðuramma Böðvars, var
Ingveldur Böðvarsdóttir bónda á Þorgautsstöðum
í Hvítársíðu, Ólafssonar. Nokkrir afkomendur
Böðvars á Þorgautsstöðum eru nú í Borgarfirði. —
Kona Böðvars Gíslasonar Laxdal er Ingibjörg Sig-
urðardóttir. Foreldrar hennar: Sigurður Sigurðs-
son bóndi á Hróðnýjarstöðum í Laxárdalshreppi í