Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Blaðsíða 59
ALMANAK
35
SAGA BÓM ULLA JRJNNAR
EómuUariðnaðurinn er að líkindum keimsins
stærsta iðnaðargrein, þegar alt er talið: ræktun ull-
arinnar, verksmiðjurnar, sem vinrta úr henni, verzl-
unin og notkun alls þess, sem úr henni er unnið.
Hann er líka einn af heimsins elzta iðnaði; og, að
fæöunni undanskijinni, getur sagan um fátt annað,
sem er jafn gamalt og bómull, Bómullin, sem við
notum í dag, er sú sama og bómullin, sem saga
Hindúanna getur um, 2000 árum fyrir Krists fæð-
ingu; bcmullarplanta nútímans er sama plantan og
sú, ssm nefnd er í hinum helgu lögum, sem kend eru
við Manu, þar sem hin leyndardómsfulla jurt, sem
Hindúar fengu klæðnað sinn af, er mjög lofuð.
Það eru til í heiminum nærri tvær biljónir
manna; og hver einasti maður notar bómull á ein-
hvern hátt alla leið frá vöggunni til grafarinnar. Og
menn flytja hana jafnvel með sér í gröfina. Þetta
nægir til að sýna, að bómullin er einn allra mikil-
verðasti varningurinn, sem menn fá af öllu því, sem
vex á jörðinni.
Pram á fyrri hluta síðustu aldar var Indland
mesta bómullarland í heimi. Þá komst Ameríka
fram úr. Nú er Indland annað mesta bómullarland
heimsins.
Sex til sjö öldum fyrir fæðingu Krists voru
Hindúar orðnir mestu snillingar í því að spinna,
vefa cg lita dúka úr bómull. Bómullarvefnaður
þeirra var svo smáger, að honum hefir verið líkt við
köngulóarvefi, sem fljóta í loftinu. Þessi vefnaður
var afardýr og á engra valdi að eignast hann nema
stórhöfðingja. Miklu grófari vefnaður var notaður
til fata af aíþýðu,