Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Blaðsíða 124
ALMANAK
99
an búðarborðiö. Loks tekur einn þeirra til máls og seg-
ir: “Það held eg sé ómögulegt annað en að sá maður
£ari til helvítis, sem afsegir að hjálpa mönnum svona í
lífsnauðsyn, en hefir þó allsnægtir.” Segir þá annar
mjög alvarlega með áherzlu: “Það vonar maður-” Kaup-
maður heyrði, hvað þeir sögðu, roðnaði dálítið og gerði
þeim þá öllum úrlausn.
----0---
Einhverju sinni sem oftar messaði einn af heJztu
prestum Islands í sóknarkirkju sinni. Yið kirkju var
gömul kona, sem orð fékk fyrir að geta verið dálítið
ónotayrt, ef illa lá á henni- trti fyrir kirkjunni eftir
messu víkur prestur sér að gömlu konunni þýsna kánk-
vís og segir: “Og þér hafið líka komig til kirkju f dag,
Margrét mín.” “ójá,‘ segir gamla konan. “En það er nú
si-svona, eins og allir vita, langt að fara en lítið að
sækja, prestur minn.” Prestur vildi ekki lengja samtal-
ið meir og vatt sér frá gömlu konunni.
----0---
Einu sinni var dönsk sýslumannsfrú á íslandi nýkomin
upp í sveit með manni sínum. Eyrsta morguninn er hún
lítur út um gluggann, sér hún vinnukonu skjótast fyrir
með fötu í hendi- Erúin kallar til hennar og spyr hvað
hún ætli. Stúlkan segist ætla að fara að mjólka kúna.
“Gerðir þú það ekki í gærkveldi?” spyr frúin. “Jú/ seg-
ir stúlkan. “Mikil óguðleg meðferð er þetta á skepn-
unni,” segir frúin. “Eg fyrirbýð þér að mjólka hana oft-
ar en einu sinni á viku-’
—0------
Tvær frúr fylgdust að heim frá messu. Hafði ókunn-
ur prestur stígið í stólinn og flutt ræðuna. önnur frú-
in fór að tala um það, hve dæmalaust ræðan hefði ver-
ið góð og andrík, hún hefði svo sterklega snert sína
hjartastrengi, að það væri grátekki í sér enn. Hin frúin
var sein tii svars, en segir þó loks: “Það má vel vera að
ræðan hafi verið mikið góð, eg skyldi ekki eitt orð af
henni, af því presturinn flutti hana á þýzku.” “ó, gerði
hann það. hlessuð mín? Ja, ekki tók eg eftir þessu”
Báðar frúrnar voru jafnar að því, að hvorug þeirra
skildi þýzku.
----0---
útlent vöruskip var að sigla inn til Isafjarðar og
þóttust menn þekkja að það væri til einnar verzlunar-
innar þar, er þeir nefndu. Kona nokkur var þar nálæg,
er menn ræddust við um þetta- Hún setur þá hönd fyr-
ir augu og segir: “Nú. það hefir þá verið b'------ lygi,
að það ætti að koma Breiðdalsheiði.”
J. K.