Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Blaðsíða 62
38 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
sinni iðn, í heimahúsum, breyttu vinnuaðferðum
sínum og urðu fyrirrennarar verksmiðjulýðs nútím-
ans. í einni skáldsögu sinni, Silas Marner, lýsir
enska skáldkonan George Eliot, því, hvernig vefar-
ar ófu dúka sína heima hjá sér, og breytingunni
sem komst á, meðan Marner var á lífi, eftir að far1
ið var að nota vélar og draga iðnaðinn saman á
vissa staði. Hugvitsmennirnir Kay, Hargreaves,
Arkwright, Crompton og Watt, komu svo hver á
fætur öðrum og gerbreyttu iðnaði yfirleitt. Það
sem einkum knúði þessar breytingar fram, var
bcmullin. Og það var ekki aðeins bómullariðnað-
urinn, sem tók framförum við þær, heldur allur iðn-
aður. Ullariðnaðinum fór fram sem öðru, eftir að
farið var að nota bómullina, í stað þess að hnigna,
eins og spáð hafði verið.
Bómullarplantan er innlend jurt í Ameríku;
Kolumbus fann hana á Mið-Ameríkueyjunum. En
næstum öll sú bómull, sem ræktuð er í Ameríku, er
ræktuð af fræjum, sem hafa verið flutt frá Vestur-
indíum, Egyptalandi, Indlandi og eyjunni Malta í
Miðjarðarhafinu. Þrjú hundruð ár liðu frá fundi
Ameríku þar til bómull varð verzlunarvara vestan
Atlantshafs. íbúar Ameríku-nýlendanna sóttu all-
an þann tíma bómullarvarning sinn til Norðurálf-
unnar, eða hann kom til þeirra frá Indlandi, en í
gegnum Norðurálfuna. Bómull var ofurlítið rækt-
uð í Virginíu, Maryland, Suður-Karólínu og jafnvel
norður í Delaware. Bretland bannaði útflutning á
öllum vélum, sem notaðar voru við bómullariðnað,
og nýlendubúar þektu enn ekki verðmæti óunninn-
ar bómullar til útflutnings. Öll framleiðslan var ein
138,000 pund árið 1792. Ári seinna gerbreytti Eli
Whitney bómullarræktinni, er hann fann upp vél
til þess að hreinsa bómull. Bómull varð alt í einu
aðalvörutegund suðurríkjanna og var það upp frá
því til enda þrælastríðsins. í þau sjötíu ár má óhætt
segja, að bómull hafi haft meiri álhrif en nokkuð