Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Blaðsíða 63
ALMANAK 3
annað, á verzlun, hagsmuni og stjórnmál í Banda-
ríkjunum.
Eretland gat bannað útflutning á vélum, sem
lutu að bómullariðnaðinum, en það gat ekki bann-
að útflutning á hugviti þeirra, sem fóru með vélarn-
ar. Samuel Slater, sem var faðir verksmiðjuiðnað-
arins í Bandaríkjunum, flutti í huga sínum eftir-
myndir af vél Arkwrights og annara til Ameríku og
setti á stofn fyrstu bómullarverksmiðju í Banda-
ríkjunum í Pawtuchet á Rhode Island; og þar
stendur hún enn. Verksmiðja Slaters var fullger
- ixm sama leyti og uppfynding. Whitneys var byrjuð
að bera ávöxt. Síðan hefir bómull verið flutt jafnt
og stöðugt frá suðurríkjunum bæði til norðurríkj-
anna og til Evrópu.
Þrælahaldið í suðurríkjunum var grundvallað á
bómullarræktinni. Það lá) við að það skifti þjóð-
inni í tvent. Skortur á bómull á Englandi meðan á
þrælastríðinú stóð, olli mestu neyð meðal verka-
manna í verksmiðjunum í M'anchester og Lancas-
hire: þá varð bómull ekki flutt frá höfnum Suður-
Bandaríkjanna, því lierskip Norðanmanna voru þar
stöðugt á verði. Og ennþá hefir bómullin afarmikil
áhrif á stjórnmál og hagfræðisleg málefni. Það
hefir verið sagt, að á síðastliðinni öld hafi enginn
hlutur liaft jafnmikil áhrif á stjórnmálin í Banda-
ríkjunum og bómullin.
Um mörg ár hafa Bandaríkin verið helzta bóm-
úllarlánd heimsins. En ofurlítið skorkvikindi, sem
hefir komið yfir landamærin frá’ Mexíkó, hefir gert
feikimikinn skaða á bómullarökrunum. Hvergi í
heiminum hefir enn fundist staður, þar sem jafn-
góð bcmull vex og sú, sem er ræktuð í bómullar-
belti Bandaríkjanna. Verði ekki gripið til einhverra
ráða, sem duga, til þess að útrýma þessu skaðræði,
getur vel verið að stórkostleg breyting í sögu bóm-
úllarinnar sé fyrir höndum.