Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Blaðsíða 123
ALMANAK
ÍID
SKRÍTLUR.
Þegar ráðherra Hannes Hafstein var sýslumaður á
ísafirði, hafði hann fjósamann aldraðan þann er Jón
hét og var hann kaliaður Jón í kófinu, vegna þess að
Þsgar hann var að segja frá einhverju, sem hann hafði
unnið við, sagðist hann altaí' hafa verið í einu kófi. Það
var dag einn í hláku og leysingu um vetur, að karl lét
reiðhesta sýslumanns út á beit upp í Eyrarhlíð. Síðar
um daginn fer hann að skygnast eftir, hvar hrossin séu,
en getur ekki séð þau. í því kemur sýslumaður út og
spyr gamla Jón, að hverju hann sé að gæta. Karl segist
vera að gæta að, hvar hetarjiir séu uppi í hlíðinni, þeir
séu þar nú hvergi, líklega hafi nú ekollinn hlaupið í þi
og hafi þeir nú stokkið annaðhvort út í Hnífsdal eða
inn í fjörð. Sýslumaður segir að þeir lmfi hvorugt far-
ið, því þeir séu þarna úti í hllðinni, og bendir karli á
þá. Þá segir Jón í kófinu: “Mikið dæmalaust sjáið þér
vel; ja, það má segja um yður hið fornkveðna, engum er
alls varnað ”
----0---
Þórkatla hét kona, sem um eitt skeið bjó með bónda
sínum í Unaðsdal á Snæfjallaströnd. Yar þá Stefán
Bjarnason sýslumaður á ísafirði. Einu sinni fer Uór-
katla í kauptað út á ísafjörð, og hefir með sér dreng er
hún áfti, sem Ólafur Helgi hét. Sýslumaður mætir þá
Þórkötlu úti á götu, leiðandi drenginn sinn. Segir þá
sýslumaður: “Þetta er fallegur drengur, hver á þenna
dreng?” Þórkatla svarar í mjög auðmjúkum róm: “Hann
heitir ólafur Helgi og er Árnason, sonur minn og manns-
ins míns og mín og okkar beggja hjónanna.” Sýslumað-
ur brosti og segir: “Það er laglegur drengur samt sem
áður-’ “Það er víst og satt,” segir Þórkatla. “Guð læt-
ur ekki að sér hæða.” Sýslumaður rétti þá drengnum
nokkra skildinga og fór svo sína leið.
----0---
Einu sinni voru fimm Hornstrendingar í kaupstað
og þurftu þeir allir að fá dálítið af kornmat, kaffi og
sykri. en allir voru þeir eitthvað skuldugir við kaup-
mann, og vildi hann því ekkert láta ])á hafa. Hímdu
þeir þá iáðalausir og þegjandi stundarkorn fyrir fram-