Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Blaðsíða 54
30 ÓLAI'UR S. THORGEIRSSOX:
ásjáleg, er rotnaði óðar, er hún var tekin upp. Það
var líkast því, að gamlir erfðakostir þyldu ekki nú-
tíðarræktun né umhverfi. — Hvort kartöfluræktin
og mannkynið eiga hér að einhverju leyti sam-
merkt, eftirlæt eg öðrum að athuga. —
En af þessum kartöflutegundum reyndist ein
öðrum betri, fremri öllu áður þektu í ættinni, —
ættarlaukur. Þessa kartöflu keypti maður einn í
Massachusetts, J. J. H. Gregory að nafni, fyrir
$150.00, og nefndi “Burbank”. —
Luther Burbank komst nú að þeirri niðurstöðu,
að loftslag Nýja Englands væri ekki hið heppileg-
asta fyrir tilraunir hans. Stefndi þá hugurinn til
Californíu, þar sem tveir hálfbræður hans áttu
bólstað. Létu þeir mikið af landkostum þar vestra,
og lofuðu Californíu sem Þórclfur smjör ísland á
landnámstíð þess. Seldi Burhank því lausafé sitt
í Lunenburg og lagði upp í níu daga ferð til Kyrra-
hafsins, með lítinn höfuðstól og 10 Burbank-kart-
öflur. Settist hanu að í Santa Rosa, Californíu.
Lofaði hann nú mjög land og loftslag í bréfum til
móður sinnar, taldi frjósemi jarðvegsins furðulega.
veðráttu ákjósanlega og loftið svo ljúffengt, að
fagnaðarefrii væri að drekka það í teigum, en sól-
skinið væri "ndursamlega hreint og blítt.
Ekki leið á löngu, að Burbank leigði landblett í
sínu uýja vestræna heimkynni. Daelega vann hann
að trésmíði. en hinum löngu og ljiifu sumarkvöld-
um varði hann til jarðræktar. Kartöflurnar tíu
grcðursetti hann í landbletti, er bróðir hans átti.
Við lolt annarar uppskeru hafði hann kartöflur Þ'l
sölu. Árið 1877 settist hann að í Santa Rosa og tók
fyrir alvöru að rækta og verzla með jurtir og garð-
ávexti. Fyrsta árið seldi hann fyrir $15.20, og ann-
að árið fyrir $84.00. En árið 1881 nam verzlun hans
rúmum þúsund dölum. Tíu árum síðar nam hún
árlega $16,000.00.
í bænum Santa Rosa keypti Burbank 10 ekrur
af ófrjóu, vanræktu landi. Blett þenna ræktaði