Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Blaðsíða 102
OLAFUR S. THORGEIRSSON:
félagsins og einn af beztu stuðningsmönnum þess.
Bjarni var einn af hvatamönnum þess, að sam-
kcmuhúsið “Herðibreið” var bygt. Vann mikla og
góða vinnu að smíði hússins. Gaf hann húsinu alla
þá vinnu. Bjarni hafði verið einn vetur á lýðskóla
þeim, er Guðmundur kennari Hjaltason liélt á Ak-
ureyri veturinn 1883—84. Var sú skólastofnun
upphaf að hinu þjóðnýta starfi Guðmundar: kenslu,
ritgerðum og alþýðufyrirlestrum. Bjarni er gáfað-
ur maður, vel að sér, les mikið og er fróður um
margt. Hagur á srníði og hinn lagvirkasti í hví-
vetna. Mannskapsmaður og vel glíminn. Dreng-
ur góður og hinn skemtilegasti í viðkynningu. Sig-
ríður kona hans var vel farin að sjá, vel gefin og
skyldurækin í stöðu sinni, góðsöm ióg vildi hvar-
vetna láta gott af sér leiða.. Þegar þau hjón, Bjarni
og Sigríður, fluttu úr bygðinni, var þeim haldið
kveðjusamsæti, og kvödd þar með þökkum fyrir
starf þeirra í bygðiniíi, og hinum hlýjustu kveðjum
og óskum.
Ejarni og Sigríður eignuðust þrjár dætur: Jódísi,
konu Benedikts Rafnssonar Nordals, Jódís andaðist
25. marz 1919 við Leslie, Sask., 25 ára gömul; Gyðu
og Sigríði.
Davíð Valdimarsson. — Hann var fæddur 31.
ágúst 1860 í Engidal í Bárðdælahreppi í Suður-
Þingeyjarsýslu. Foreldrar lians voru Valdimar
bóndi Guðíaugsson í Engidal og ltona hans Krist-
laug Davíðsdóttir. Faðir Valdemars var Guðlaugur
Kolbeinsson. Kona Guðlaugs og móðir Valdimars
var Kristín Helgadóttir. Faðir Kristlaugar móður
Davíðs Valdimarssonar var Davíð Sigurðsson, Ket-
ilssonar. Kona Davíðs Sigurðssonar og móðir
Kristlaugar móður Davíðs Valdimarsonar var
Guðrún Eiríksdóttir.
Davíð ólst upp hjá foreldrum sínum. Var svo
um nokkur ár vinnumaður á Lundarbrekku í Bárð-
ardal. Veturinn 1883—84 gekk Davíð á lýðskóla