Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Blaðsíða 94
70
ÓLAFUB S. THORGEIRSSON:
stað í Grindavík fram til 1602, — “Frá Halldóri her-
tekna eru komnar miklar ættir og merkilegar,” —
Af afkomendum hans verða aðeins þessir nefndir
hér: Sveinbjörn Egiisson (f. 1. febrúar 1791, d. 17,
ágúst 1852), rektor,‘skáld og málfræðingur, Bene-
dikt Gröndal (f, 6. okt, 1826, d, 2. ágúst 1907),
meistari, skáld og rithöfundur, sem alkunnugt er,
Af núlifandi mönnum verða þessir nefndir: Dr,
Finnur Jónsson prófessor í Kaupmannahöfn, ein-
hver hinn mikilvirkasti íslenzki rithöfundurinn á
vorum tímum, og Dr. Jón Þorkelsson frá Staðar-
stað, landsskjalavörður í Reykjavfk, hinn allra
mesti fræðimaður um íslenzkan fróðleik, sem nú
er uppi. — Ættfræðingar rekja ætt Ólafs biskups til
Lopts ríka á Möðruvöllum (d. 1432) Guttormsson-
ar. Þessi ætt er og rakin til Ingólfs landnáms-
manns Arnarsonar.
Þegar Bjarni Tómásson kom frá íslandi (1887),
fór hann til Þingvallanýlendu, Sask. Þangað voru
faðir hans og systkini komin árinu áður. Var
hann svo við vinnu þar vestra, járnbrautarvinnu og
bændavinnu. Seinasta árið þar vestra var hann
við búnað föður síns í Quappelle-dalnum. Kom
hingað með föður sínum 1894. Byrjaði búskap hér
í bygð og hefir búið hér síðan, nema eitt ár, er
hann átti heima skamt fyrir utan Winnipeg. —
Hvert ár hann byrjaði búskap hér, veit eg ekki.
það mun hafa verið um það leyti sem bygð hófst
(1895—97.)
Þau lijón Bjarni og Anna hafa búið og búa
sæmdarbúi. Þau eru einstaklega gestrisin og góð
lieim að sækja, og láta mikið gott af sér leiða í fé-
lagsmálum bygðarinnar og öðru. Bæði eru þau
hjón fróðleikshneigð, Anna er framúrskarandi vel
heima í íslenzkum ættum, íslenzkri mannfræði og
öðrum íslenzkum fróðleik. Fróð kona og gáfuð.
Þau lijón hafa eignast 8 börn. Tvö af þeim eru
dáin: Jónína Þorbjörg, fædd 28. október 1895, dáin
7. september 1908; framúrskarandi gáfuð og efni-