Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Blaðsíða 88
64
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Dalasýslu og fyrri kona hans Margrét Egilsdóttir.
Foreldrar Egils: Jón og Margrét Markúsdóttir.
Bjuggu þau hjón lengi á Hornsstöðum í Laxárdal.
Böðvar kom til Ameríku 1883. Dvaldi svo í
Winnipeg til þess er hann flutti hingað í hygð 1894.
Flutti héðan aftur til Winnipeg 1897. Böðvar á nú’
heima að 502 Maryland St. í Winnipeg.
Böðvar er af kunnugum mönnum sagður dug-
legur drengskaparmaður.
Hallgrímur Sigurðsson. — Hann er fæddur ár-
ið 1835 (?) á Valbjarnarvöllum í Borgarhreppi í
Mýrasýslu. Foreldrar hans: Sigurður Bjarnason
bóndi um mörg ár á Valbjarnarvöllum, og fyrri
kona hans Þórunn Magnúsdóttir. Kona Hallgríms
er Þorbjörg Gísladóttir, fædd 12. janúar 1855 að
Neðribrekku í Saurhæjarhreppi, alsystir Böðvars
Gíslasonar Laxdal.
Árið 1893 fluttist Hallgrímur með skyldulið sitt
frá Borgarnesi til Ameríku. Settist þá að í Selkirk.
Flutti hingað 1894. Settist þá að fyrir vestan “Kíl-
ana”. Bjó síðan um 20 ár á skólalandi niður við
Manitobavatn, en nam ekki land. Hallgrímur er
nú orðin ófær til alls vegna elliburða og van-
heilsu, enda orðinn 88 (?) ára gamall. Hann á nú
lieima við Árborg, Man., hjá Þórunni dóttur sinni,
sem hann eignaðist áður en hann giftist, og manni
hennar Guðmundi Magnússyni frá Litlu-Brekku í
Borgarhreppi. Þau Hallgrímur og Þorbjörg eign-
uðust tvær dætur: Guðrúnu og Láru. Guðrún gift-
ist enskum manni, D. E. Blackmore í Dauphin,
Man. Guðrún var fædd 1. október 1884 í Tröð í
Eyrarsveit í Snæfellsnessýslu, en andaðist í Dau-
phin 15. desember 1914. Lára er ógift, vinnur við
verzlun í Winnipeg. Þorbjörg móðir hennar á nú
heima hjá henni.
Hallgrímur var á þroskaárum sínum góður
vinnumaður, all-fjölhæfur og mjög vinnuhneigður.
Dável greindur og ber skyn á margt. Þau hjón