Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Blaðsíða 71
ALMANAK
47
var þess vegna, að Selkirk lávarður sendi hina
frægu de Meuron herdeild til Fort Douglas. Samt
komu þeir ekki fyr en vorið 1817. Hvernig leið frú
Lagimodiere á meðan?
f skjóli Indíána.
í júnímánuði 1816 háðu Norð-Vestur félags-
menn orustuna við “eikurnar sjö”, feldu þeir þar
Semple landstjóra og tóku Douglas-virkið. Frú
Lagimodiere, sem hjó í virkinu, vár mitt í þessum
ósköpum. Um kvöldið eftir orustuna kom Indíána-
höfðingi nokkur, að nafni Pegius, til hennar og
réði henni til að flýja á náðir sinna manna, sem þá
höfðu tjöld sín hinumegin árinnar. Lagði hún þá
af stað í myrkrinu og fór í litlum Indíánabát yfir
ána þessa örlagaríku nótt.
Um sumariö liéldust þau við í Indíánakofum.
Um haustið fluttu þau í autt og opið kofaræksni og
reyndu að búa sig sem bezt undir veturinn. Svo
alt í einu, cinn góðan veðurdag, þegar komið var
framundir jól, kom Jean heim. Var þá alt í góðu
ástandi, að öðru leyti en því, að konan var aðfram-
komin af þreytu og áhyggjum.
Áfram, upp til auðs og frægðar.
Þegar De Meuron deildin hafði náð aftur Doug-
las-virkinu á sitt vald, um vorið 1817, fluttu Lagi-
modiere-hjónin þangað og bjuggu í tjaldi innan
virkisveggjana. Upp frá þeim degi tók hagur þeirra
að blómgast. Selkirk lávarður umbunaði Lagimo-
diere ríkulega. Gaf hann honum alt land á bakka
Rauðárinnar gegnt Fort Douglas kastalanum, þar
sem St. Boniface stendur nú. Mörgum árum síð-
ar, á hagnaðarárinu 1882, seldi Benjamín lítinn
hluta þessa lands fyrir $100,000. Á þessu landi
bygðu þau Lagimodiere-hjónin hið fyrsta hús, sem
bygt var í St. Boneface. Þannig enduðu tjaldvistar-
dagar Önnu Maríu Lagimodiere, sem hún hafði svo
hraustlega þolað í full 12 ár. Upp frá þessum degi