Dvöl - 01.10.1941, Side 26

Dvöl - 01.10.1941, Side 26
264 fallahættu. AnnaS hvort var vatnið vont eða ónógt í þeirra augum. — Yrði naut á vegi þeirra, komu þeir ekki auga á annað en lýsnar. En Trancoso var eitthvað öðruvísi! Hann hlóð oflofi á alla skapaða hluti. Bóndinn benti með titrandi hendi á jurtirnar, er þeir komu þar að, sem hann hafði látið aðfluttu frjómoldina. Gesturinn varð frá sér numinn. „Nú hættir mér að standa á sama. Þetta er stórmerkilegt!“ Þó keyrði fyrst um þverbak, þeg- ar kom að hvítlauknum: „Þetta er alveg eins dæmi! Mér hefði aldrei getað dottið í hug, að ég sæi svo mikið sem minnsta vott af slíkum jurtum hér,“ sagði hann og sleit eitt blaðið af, til þess að geyma það í vasabók sinni sem minjagrip. Hann trúði Donnu Izaura fyrir þessu, þegar heim kom. „Ég segi yður það satt, frú, að gæði þessa lands fara langt fram úr því, sem ég gat vænzt. Hér er jafnvel hvítlaukur! Ég er bókstaf- lega agndofa.“ Donna Izaura leit undan. Næsti þáttur fór fram úti á svöl- unum. Það var kvöld. Froskarnir heyrð- ust kvaka úti í rökkrinu. Himinn- inn var alsettur stjörnum, og friður á jörðu. Trancoso lét fara vel um sig í ruggustól og naut hvíldarinnar eftir matinn við skáldlegt rabb. „En hvað hljómar kvöldsins geta D VÖL verið unaðslegir. Ég dáist að stjörnubjörtum kvöldhimninum og bændalífinu; það er svo heilnæmt og hamingjuríkt." „En það er ósköp dapurt,“ svar- aði Zilda. „Finnst yður það? Vilduð þér heldur hlusta á hvellan söng engi- sprettunnar í glampandi sólskini?“ spurði hann. Hann var lágmæltur og mjúkraddaður. „Eitthvert ský hlýtur að varpa skugga sínum á hjarta yðar....“ Moreira sá, að talið var farið að berast að viðkvæmum efnum og mátti vel vera, að það leiddi til heilla. Hann skellti lófanum á enni sér og sagði: „Hver fjárinn! Hefi ég ekki alveg steingleymt ...“. Hann sagði ekki hverju hann hafði gleymt, heldur hljóp burt og skyldi þau eftir tvö ein, dóttur sina og gestinn. Samtalið hélt áfram með enn meiri hunangskeim og rósailm en áður. „Þér eruð skáld,“ sagði Zilda, þegar gesturinn kom með eina af sínum hjartnæmustu athugasemd- um. „Hver er það, sem ekki verður skáld, þegar hann hefir stjörnur himinsins yfir sér og eina af stjörnum jarðarinnar við hlið sér?“ „Ó,er það ég?“ sagði stúlkan með titrandi andvarpi. Trancoso andvarpaði einnig. Hann hóf augu sín, leit á ský, sem líktist vetrarbrautinni, og hvíslaði /

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.