Dvöl - 01.10.1941, Qupperneq 34

Dvöl - 01.10.1941, Qupperneq 34
272 DVÖL slyngari að tala við hann. Uxar eru fljótir að skynja vingjarnlegt ávarp. Seidja var níu ára gamall, en Adinda sex ára, þegar héraðsstjór- inn lét taka þenna uxa af föður Seidju. Faðir Seidju var bláfátæk- ur, og sá hann nú það ráð vænzt, að selja Kínverjanum í höfuðborg- inni tvö silfurspennsli, sem konan hans hafði erft eftir foreldra sína. Hann fékk átján gyllini fyrir þessa muni og keypti sér nýjan dráttar- uxa. Seidju var mjög þungt í skapi, því að bræður Adindu sögðu hon- um, að uxinn hefði verið rekinn til höfuðborgarinnar. Hann spurði föður sinn, hvort hann hefði séð uxann þar, þegar hann var að selja silfurgripina, en þessari spurningu anzaði faðir hans ekki. Þá þóttist drengurinn vita, að uxanum hefði verið slátrað, eins og öðrum uxum, sem héraðsstjórinn lét taka af fólk- inu. Hann grét sáran, þegar honum varð hugsað til uxans, sem hann hafði svo lengi haft mætur á, og bragðaði varla matarbita dögum saman. Seidja litli var líka barn. Nýi uxinn komst fljótt í kunn- ingsskap við Seidju og öðlaðist senn þau ítök, er fyrirrennari hans hafði átt í huga drengsins. Barns- hugurinn er gjarn til vináttu. Nýi uxinn var ekki eins sterkur og hinn, og klafinn var allt of víður á háls- inn á honum, en hann var ekki síð- ur viljugur en hinn. Þó að Seidja gæti ekki stært sig af því, hve sterkur þessi uxi væri, þegar hann hitti bræður Adindu á akurreininni, var samt enginn uxi átakafúsari en hann. Plógförin voru ekki jafn þráðbein og áður, og leirinn í plóg- strengjunum molnaði ekki ævin- lega jafn vel, en þá muldi faðir Seidju kögglana að beztu getu með rekunni sinni. Og þetta var líka eini uxinn, sem hafði stjörnu í enn- inu. Presturinn í þorpinu sagði líka, að sveipirnir á herðakambin- um væru gæfumerki. Eitt sinn, er Seidja var að vinna á akrinum, gat hann með engu móti fengið uxann til þess að dratt- ast úr sporunum. Skepnan haggaði sér ekki. Seidja reiddist þessari ó- venjulegu kergju og lét skammirn- ar dynja yfir uxann. En þó að Seidja tíndi til ýms ljót orð, sem hann hafði heyrt aðra nota, þegar þeim rann í skap við uxana sína, þá meinti hann ekkert illt með þeim. En þetta kom ekki að haldi. Uxinn þokaðist hvergi, heldur skók hausinn, eins og hann væri að reyna að hrista af sér okið, blés og skalf. Angistin skein úr augunum á honum, og granirnar vipruðust, svo að skein í beran góminn. „Foriðaðu þér, hlauptu," æptu bræður Adindu. „Hlauptu, Seidja! Sérðu ekki tígrisdýrið?“ Allir þrifu okin af uxum sínum og stukku upp á breið bök þeirra og hleyptu þvert yfir akrana, yfir skurði, forardýki, kjarr, gróður- reinar og vegi, gegn um skóga og villilendur. En þegar þeir þustu inn í Badóþorp, másandi og kóf-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.