Dvöl - 01.10.1941, Side 37

Dvöl - 01.10.1941, Side 37
D VÖL 267 ágætan minjagrip, Rosilho, gló- fexta hestinn hans Moreira, sem var bezti hesturinn á bænum. — Hann hafði hrósað klárnum svo mikið, þegar þeir voru í útreiðun- um, að bónda fannst hann ekki geta verið þekktur fyrir að selja gripinn og gaf honum hann. „Sko,“ sagði Moreira á eftir, „hann er vellauðugur og ungur, lærðari en kandidat og þó svo við- feldinn. Hann er vel uppalinn og er ekki jafn vandfýsinn og þessir labbakútar, sem hafa verið að koma hingað. Uppeldið segir til sín!“ Gamla konan var hrifnust af því, hvað gesturinn var kreddulaus. Að hann skyldi taka með sér egg og caras! Það var svo einstaklega al- þýðlegt! Þau voru öll sammála um kosti gestsins og lofuðu hann hvert á sinn hátt. í heila viku hugsuðu þau ekki um annað en þennan unga auðmann. En vikan leið, án þess að hið þráða svar hans bærist. Svo leið önnur vika og enn önnur. Moreira varð ekki um sel og skrifaöi Tran- coso bréf. Ekkert svar. Þá mundi hann eftir einum kunningja sínum, sem átti heima í sömu borg, skrif- aði honum og bað hann að ganga eftir fullnaðarsvari hjá auðmann- inum. Já, hann skyldi jafnvel slá dálítið af verðinu, léti jörðina á fimmtíu, fjörutíu og fimm eða jafnvel fjörutíu, að meðtöldum nautpeningi og húsgögnum. Kunningin svaraði tafarlaust. Þau voru öll fjögur með áköfum hjartslætti, þegar bréfið var rifið upp. í þessu hversdagslega bréfi voru örlög þeirra skráð. Bréfið var svohljóðandi: „Kæri Moreira! Annað hvort hefi ég misskilið þig eða þú hefir látið leika á þig. Hér býr enginn auðmaður í grennd- inni með nafninu Trancoso Car- valharo. Hér býr Trancosinho, son- ur frú Vevu, kunnari undir nafn- inu Sacatropos. Hann er fantur, sem lifir á hugkvæmni sinni og leikur á fólk, sem ekki þekkir hann. Fyrir skömmu síðan ferðaðist hann um Minas, frá einum búgarði til annars, undir ýmsu yfirskyni. — Stundum þykist hann vera forríkur jarðakaupandi, og dvelur heila viku hjá jarðeiganda og lætur hann slíta sér út á gönguferðum og út- reiðum um landareignina. Hann étur og drekkur það bezta, sem til er, gerir sér dælt við þjónustu- stúlkurnar, heimasæturnar eða hvað sem er. Svo hverfur hann á brott, "rétt þegar allt er að verða klappað og klárt. Hann er blátt áfram furðuverk! Þetta hefir hann leikið mörg hundruð sinnum, og breytt til eftir atvikum. Hann er gefinn fyrir fjölbreytnina, fantur- inn. Ég á ekkert við að koma boði þínu á framfæri, þar sem þetta er eini maðurinn, sem hér býr með þessu eða líku nafni. Mér er sem ég sjái þessa mannleysu kaupa jörð!“

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.