Dvöl - 01.10.1941, Side 38

Dvöl - 01.10.1941, Side 38
268 D VÖL Moreira hné örmagna niður í stól og missti bréfið á gólfið. Svo þaut blóðið fram i kinnarnar og augun leiftruðu. „Djöfuls hundurinn!" Ldftkastalarnir hrundu allir í einu. Dóttirin tárfelldi, móðirin for- mælti og feðgarnir voru ofsareiðir. Zico lýsti því yfir, að hann ætlaði á svipstundu að leggja af stað til þess að leita þessa svikara og jafna á honum. „Vertu þolinmóður, drengur minn. Jörðin heldur áfram að snú- ast og ég hitti þrjótinn áreiðanlega fyrr eða seinna og þá skal ég jafna okkar sakir.“ Vesalings lof tkastalarnir! — Spænsku skrauthallirnar, er reist- ar voru af allsnægtum eins mán- aðar, hrundu til grunna og voru ekki annað en skuggalegar og yfir- gefnar rústir. Donna Izaura syrgði kökurnar, smjörið og kjúklingana. Þetta reiðarslag lék Zildu eins og fellibylurinn leikur blómagarðinn. Hún fékk sótthita, lagðist í rúmið og varð horuð og guggin. Nú end- urlifði hún í huganum allt það sorglega, sem hún hafði lesið um í skáldsögunum, og sjálf var hún altaf fórnarlambið. Stundum datt henni í hug að fremja sjálfsmorð, en að lokum vandist hún tilhugs- uninni, og hélt áfram að lifa. Hún reyndi það nú, að fólk deyr ekki af ást, nema í skáldsögunum. — Þá er lokið sögunni, fyrir þá, sem í stúkunum sitja, en eftir er ofur- lítið handa þeim, sem sitja í „bak- sætunum“. Fólkið í dýru sætunum er vant að gera sig ánægt með að fá góð atriði, framsett af smekk- vísi. Það kemur inn í leikhúsið eftir að sýning er hafin og fer út aftur áður en komið er að eftirmálanum. En það er öðru máli að gegna með þá, sem i baksætunum sitja. Þeir vilja njóta allrar sýningarinnar, svo að þeir fái eins mikið og mögu- legt er fyrir fé sitt. í sögum og sögnum heimta þeir nákvæma greinargerð. Þeir vilja fá að vita — og það er ekki nema rétt — hvernig þessi eða hinn herramað- urinn dó, hvort stúlkan komst í hið farsæla hjónaband, hvort mað- urinn seldi eignina, og þá fyrir hvað mikið. Þetta er mannleg og mjög virð- ingarverð forvitni. Seldi Moreira jörðina sína? Því miður verð ég að játa, að hann gerði það ekki. Þau mistök skeðu á þann ótrúlegasta hátt, sem fjandanum hefir til þessa getað hugkvæmzt. Vitanlega var Satan með í spilinu. Hver skyldi það svo sem vera annar en hann, sem flæk- ir bandið, einmitt þegar verið er að ljúka við hespuna. Forsjóninni þóknaðist að haga því svo til, að fanturinn Tranco- so vann fimmtíu þúsund í happ- drættinu. Vertu ekki að hlæja. Hvað er því til fyrirstöðu, að það hafi verið Trancoso, úr því að ham- ingjan er blind, og hann var með rétta miðann í vasanum? Hann

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.