Dvöl - 01.10.1941, Page 39

Dvöl - 01.10.1941, Page 39
DVÖL 269 vann sem sagt fimmtíu þúsund, og sú upphæð var stór auður í augum annars eins ölmusumanns og hann var. Hann var margar vikur að ná sér. Svo ákvað hann að gerast jarð- eigandi. Hann ætlaði að stinga upp í sögusmettin með því að gera það, sem honum hafði aldrei komið til hugar, þrátt fyrir sitt alkunna hug- myndaflug. Hann skyldi kaupa jörð. Hann rifjaði upp í huganum allar þær jarðir, sem hann hafði skoðað, og ákvað að lokum að kaupa Akur. Það, sem fyrst og fremst réði þess- ari ákvörðun, var heimasætan og kökurnar, sem gamla konan bak- aði. Hann ætlaði að fela tengda- föður sínum rekstur búsins og lifa áhyggjulausu lífi, njóta ástar Zildu og matreiðslukunnáttu tengdamóð- ur sinnar. Hann skrifaði Moreira og til- kynnti honum, að hann væri vænt- anlegur til þess að gera út um kaupin. Þegar bréf þetta var rifið upp á Akri, heyrðust þar bæði reiðiösk- ur og hefndarkurr. „Loksins er komið að skuldadög- unum,“ hrópaði gamli maðurinn. „Fantinum hafa fallið kræsing- arnar bærilega, og ætlar að koma aftur eftir meiru. Og nú skal ég sannarlega bæta honum matar- lystina, sjáið þið bara til!“ Hann neri saman höndunum við tilhugs- unina um hefnd. Ofurlítill vonargeisli brauzt inn í myrkrið í hjarta Zildu. í sál henn. ar var niðadimm nótt, en tunglið kom allt í einu upp í mynd orð- anna: „Hver veit....“ En hún þorði ekkert að segja af ótta við föður sinn og bróður, sem voru að bollaleggja hræðilega hefnd. Hún vonaði af innsta hjart- ans grunni, að þarna myndi ske kraftaverk, og hún kveikti aftur á kertinu hans heilaga Anthonys. Svo rann hinn mikli dagur upp. Trancoso kom ríðandi á Rosilho og hélt honum til eftir mætti. Moreira kom út til þess að fagna honum, en hélt höndunum fyrir aftan bak. Hinn tungumjúki svik- ari byrjaði á hjartnæmri kveðju, áður en hann var kominn af baki. „Sælir og blessaðir, kæri Mor- eira! Loksins er þá sá langþráði dagur runninn upp. Ég er reiðu- búinn að taka við jörðinni þegar í stað.“ Moreira titraði allur. Hann beið þess, að þorparinn færi af baki. Trancoso sleppti taumunum, steig af baki og kom brosandi á móti honum með útbreiddan faðminn. Þá dró gamli maðurinn ferlega hnútasvipu undan kápunni sinni og réðist á hann. „Svo þú vilt kaupa jörð, ha? Hérna færðu það sem þér hæfir, þjófur!“ og höggin dundu á hon- um. Unga manninum kom þessi skyndilega árás mjög á óvænt. Hann þaut til hestsins og stökk á

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.