Dvöl - 01.10.1941, Page 64

Dvöl - 01.10.1941, Page 64
302 Nú óttuðust þeir hvor annan og sátu sinn í hvoru lagi. Peeguk vissi eftir hverju þeir voru að bíða, en hann vonaði af öllu hjarta, að það mætti aldrei verða. Svo lægði storminn. Skafrenn- ingurinn rénaði, hin bitra nepja þvarr, og að lokum stytti alveg upp og loftið varð hreint. Fjögurra vikna veðurgnýr varð að lágu hvísli og dó svo út. Skelfingin í augum Peeguks rénaði, og hann sá stóra, skæra stjörnu í suðri. Á sama and- artaki teygði gamla forustutíkin trýnið út í loftið, skynjaði eitthvert hljóðlaust tákn, sem henni barst yfir víðáttu auðnarinnar, sperrti eyrun og rak upp veikt og titrandi ýlfur, sem varð að löngu, háværu spangóli. Hinir hundarnir tóku báðir undir. Hjarta Peeguks tók allt í einu að slá örar, en hann þorði varla að bæra á sér. Hundarnir horfðu allir í suður — til stjörnunnar. Það táknaði, að þeir væru varir ann- arra hunda, annars lífs. Svo skall stormurinn allt í einu á aftur, skaf- renningurinn hófst á ný, stjarnan hvarf, en Peeguk stóð í sömu spor- um og saug ísklumpinn, sem sat í stuttu, stríðu yfirskegginu. Hann beygði sig, fann klakahnausinn fyrir kofadyrunum, svifti honum til hliðar og þreifaði eftir Oomgah inni í myrkrinu. Hann lagði hand- legginn um herðar henni. „Komdu — við leggjum strax af stað. í suðri eru tjaldbúðir ekki langt undan.“ DVÖL „Það er of seint. Fætur mínir eru svo dofnir, að ég get ekki gengið.“ „Þú þarft ekki að ganga. Vefðu Pyack að brjósti þínu og seztu á sleðann.“ „Hefirðu aftur náð valdi yfir hundunum?“ „í kvöld er ég á við marga hunda, komdu!“ Þau héldu suður á bóginn, þótt þau hrekti sitt á hvað. Oomgah var eins og uppmjór snjóhraukur. En Peeguk var einbeittur og óbugandi, þótt hann riðaði á fótunum. í hon- um bjó máttur stormsins.Hann sam einaði æöi hans og orku sína í úr- slitasprettinum að markinu, þandi út herðarnar, svo veðrið gæti betur hjálpað honum áfram. Hann verkj- aði í hvert bein og sinarnar voru sem brennandi strengir, en hjartað sló ört. Hann var lamaður og þjáð- ur, en hann knúði í einbeitni fram síðustu dreggjarnar af orku sinni og viðnámi. Eitthvað beið hans í suðri, hann vissi ekki hvað það var eða hversu langt í burtu, en það var eitthvað. Hundarnir voru farn- ir að leita þess, en slóð þeirra máð- ist burt jafnharðan. Stundum sá hann stjörnuna skína gegnum kóf- ið og stefndi þá á hana. Oomgah vaggaði á sleðanum fyrir aftan hann. Við þurr brjóstin fól hún þann fjársjóð, sem var henni dýr- mætari en lífið sjálft, og miðlaði honum öllum þeim yl, sem bjó í hinum tærða líkama hennar. Hún vissi ekki hvað förin stóð

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.