Dvöl - 01.10.1941, Page 75

Dvöl - 01.10.1941, Page 75
D VÖL 3Í3 Bæknr ÁRBÆKUR REYKJAVÍKUR eftir dr. Jón Helgason biskup, er mikil bók að vöxt- um og efni, 452 blaðsíður í stóru broti auk allmargra heilsíðumynda. Mikill fróðleik- ur er í bók þessari og kennir þar margra grasa. Dr. Jón Helgason er vafalaust lang- fróðastur núlifandi manna um allt er við kemur sögu höfuðstaðarins, enda er bók þessi ávöxtur ihargra ára söfnunar og athugunar á prentuðum og óprentuð- um fróðleiksmolum úr sögu bæjarins. Bók- in er þó ekki vísindarit, enda ekki gefin út með það fyrir augum. Hún er því á engan hátt tæmandi og ýmislegt vantar, er margir hefðu kosið að þar hefði verið getið. Áður hefir komið út eftir sama höf- und Reykjavik 1789—1936, er fjallar um byggingasögu bæjarins. Er sú bók prýdd mesta fjölda fróðlegra mynda. Árbækurn- ar ná yfir sama tímabil og fyrrnefnd bók. KÍNA, eftir Oddnýju E. Sen. Höfundur þessarar bókar er íslenzk kona, sem giftist kínverskum háskólakennara og fræði- manni og dvalið hefir austur í Kína um margra ára skeið. Þegar Japanir réðust á Kína, varð hún að flýja þaðan ásamt börnum sínum og dvelur nú hér á landi. Frú Sen hefir haft gott tækifæri til að kynnast hinu fjarlæga landi og íbúum þess, enda er bókin rituö af skilningi og smekkvísi og á léttu og þægilegu máli. Frú Oddný Sen kemur víða við. Hún ritar um sögu landsins og íbúa, trúarlíf og lifn- aðarhætti, gróður landsins, dýralíf og „Nei, — það er ekki víst. Deli- rium var það — en það var í hjartanu en ekki heilanum. Við læknarnir myndum kalla það delirium cordis — það þýðir hjartasorg. veðurfar. En það er ekki hægt að skrifa um elzta menningarland jarðarinnar á rúmum hundrað blaðsíðum án þess að fara fljótt yfir sögu. Bókin er því samsafn frumatriöa og skyndimynda en ekki heil- steypt frásögn. Hún er mjög smekkleg að frágangi og prýdd mörgum góðum mynd- um. Aftast í bókinni er safn af kínversk- um dæmisögum og eru þær þýddar úr ensku af Kristjáni Friðrikssyni. LJÓÐ eftir Guðfinnu Jónsdóttur frá Hömrum. Guðfinna frá Hömrum kemur hér með fyrstu Ijóðabók sína, en áður hafði hún vakið nokkra eftirtekt með kvæðum sínum í Dvöl og í bókinni Þing- eysk Ijóö, sem út kom síðastliðið ár. Hún yrkir fallega hugsuð kvæði á fallegu og fjölskrúðugu máli og bregður stundum upp ógleymanlegum myndum. Það er ó- hætt að fullyrða, að þessi litla og smekk- lega ljóðabók verður vinsæl og eftirsótt. VINIR VORSINS eftir Stefán Jónsson er æfisaga 10 ára drengs, sem elst upp í sveit. Bókin er létt og lipurlega samin, enda er höfundurinn vinsæll meðal ung- linga. Flestir munu þekkja hann af kvæð- inu um Gutta. ÞEGAR DRENGUR VILL eftir Torry Gredsted. Þýtt af Aðalsteini Sigmunds- syni. Höfundur sögunnar, sem gerist á Korsíku, er danskur og segir sagan frá lífi og æfintýrum dansks drengs, er flytzt þangað suður. Þýðandinn er einn af vin- sælustu drengjakennurum höfuðstaðarins og mun það nokkur trygging fyrir því, að bókin sé vel valið lestrarefni fyrir ung- linga. FORMÁLABÓK eftir Bjarna Bjamason og Árna Tryggvason. Bók þessi er glögg

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.