Dvöl - 01.10.1941, Síða 77

Dvöl - 01.10.1941, Síða 77
llLöí u nclariiir Johannes Anker Larsen fæddist á eyjunni Langeland árið' 1874. Faðir hans var sjómaður, en móðir hans bóndadóttir. Hann ólst upp í sveit, en hóf skólanám, er hann hafði aldur til. Las hann guðfræði við Kaupmannahafnarhá- skóla, en hvarf frá því og gerðist leikari og tók að skrifa leikrit og sögur. Lagði hann þó fram eftir aldri mikla stund á að kynna sér trúarbrögð. Fyrstu bækur hans komu út eftir aldamót. Hófst hann brátt í fylking hinna beztu rithöfunda, danskra. En heimsfrægur varð hann árið 1923, er sagan „De vises Sten“, kom út. Sú bók var þegar þýdd á fjölda mörg tungumál. Fyrir hana hlaut hann og 70 þúsund króna verðlaun í heimalandi sínu. Anton Chekhov fæddist í bænum Taganrog á Rússlandi árið 1860. Hann var sonur ánauðugs bónda en var þó settur til mennta og lauk námi í læknisfræði í háskólanum í Moskva. — Skömmu síðar fór hann að rita smásögur, og kom fyrsta safn hans út árið 1887. Hann varð strax viðurkenndur skáld- sagnahöfundur, en hróður hans óx með hverri nýrri bók, unz hann var settur í hóp allra frægustu meistara þessarar skáldsagnagerðar. Sögur hans bera jafn- an mark mannvinarins og lýsa djúpum tilfinningum, jafnframt og þær sýna efa- girni heimspekingsins. Anton Chekhov lézt árið 1904. Monteiro Lobato er fæddur í fylkinu Sao Paulo í Brazilíu árið 1883. Hann var maður óþekktur, þeg- ar hann eitt sinn ritaði blaðagrein um landbúnaðarmál, svo kröftuga og vel orð- aða, að hún var sett á fyrstu síðu í merku dagblaði. Allt frá þeirri stundu hefir hann staðið í fremstu röð brazilianskra rithöf- unda. Hann er talinn þjóðlegur í stíl sín- um og efnismeðferð og hefir átt drjúgan þátt i því að losa brazilianskar bókmennt- ir við hin sterku frönsku áhrif, er þar hafði lengi gætt. Lobato er mjög þekktur smásagnahöfundur meðal spænskumæl- andi þjóða, en auk þess forstjóri eins stærsta bókaútgáfufélags í Brazilíu og rit- stjóri tímaritsins Revista do Brazil. Eduard Douwes Dekker var Hollendingur. Hann fæddist árið 1820 og náði 67 ára aldri. Hann gerðist snemma rithöfundur og samdi bæði sögur og leikrit. Náði hann mikilli frægð, en ágætust af ritverkum hans þykir hin víð- kunna saga, Max Havelaar. Fletti hann í þeirri bók ofan af kúgun Hollendinga og grimmd í stjórnarháttum þeirra á Java,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.