Dvöl - 01.01.1944, Qupperneq 19

Dvöl - 01.01.1944, Qupperneq 19
DVÖL 13 Þjóðólfur: „Það held ég viti það, því þá er maður betri, og líka er haft meira við mann, þegar mað- ur kemur einhvers staðar.“ Aðkomumað'ur: „Vegna hvers?“ Þjóðólfur: „Nú, af því að maður er kominn af góðum.“ AÖkomumaður: „Hvað heldur þú, Sighvatur?“ Sighvatur: „Ég held það sé gott að vera af góðum kominn þess vegna, að þeir góðu láti sér mest annt um velferð barna sinna og verji þess vegna meira ómaki en aðrir til að uppala og uppfræða þau vel, og hvaö mest er vert, gangi á undan þeim með góðum eftir- dæmum.“ Aðkomumaður: „Rétt er það, all- ir láta sér segjast nema þú, Þjóð- ólfur. Ég hef nú ekki önnur ráð með þig en vísa þér til hans meistara Jóns. Hann talar nógu skorinort um það sums staðar, að þaö sé minnst af skyldu foreldranna við börnin að kasta þeim inn í heim- inn, hvar af ráða má, að honum þykir mikið í það varið að uppala og uppfræða börnin vel.“ Þjóðólfur: „Já, mig rankar nú við því, að hann tali eitthvað á þessa leið, og vissi hann, hvað hann sagði, blessaður. En þetta getur ekki hljóðað upp á mig, því að ég hef uppalið börnin mín sjálfur.“ Aðkomumaður: „Það hefur þú að vísu gert, því enginn getur neit- að þér um það, að þú sért dugnað- arbóndi, en þú hefur þó ekki alið þau eins vel upp eins og hann Goðsvinnur á Sólheimum. Hann hefur ekki alleina kennt börnum sínum að skrifa og reikna, sem flestir nú annars kunna, heldur og einnig dönsku, svo að synir hans geta lesið danskar bækur sér til gagns og gamans. Hann hefur kennt þeim garðyrkju og aö hirða vel um tún og engjar. Hann hefur kennt þeim smíðar og haganleg- ustu bæjabyggingar. Hann hefur oft talað við börn sín um búnað- arháttu yfir höfuð og velt því efni fyrir þeim á allar síður og gefið þeim mörg þar að lútandi heil- ræði, og hvað meira er, hann hef- ur gefið þeim röksemdir fyrir,hvers vegna hver hlutur skyldi vera svo og ekki öðruvísi, svo börnin kunna nú ekki einasta allt, hvað hann kenndi þeim, heldur vita þau líka, hvers vegna þau eiga að hafa hvað eina svo eða svo. Ekki lét Goðsvinn- ur sér síður annt um, að börnin yrðu hraust og heilsugóð, þrifin og kurteis, svo börnum hans nú ekki einasta búnast betur en öðr- um, heldur þykja þau vera umfram aðra menn í öllum mannkostum.“ Þjóðólfur: „Ekki hef ég kennt börnunum mínum þetta, því ég kann það ekki sjálfur, enda veit ég ekki, hvort það er ómaksins vert. Ég veit líka dæmi til, að þeir bænd- ur, sem hafa lagt sig mikið ofan í bækur, hafa orðiö ónýtir til ann- ars.“ Aðkomumaöur: „Vera kann þaö að sönnu, að mikill bókalestur dragi suma bændur frá öðrum störfum,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.