Dvöl - 01.01.1944, Síða 20

Dvöl - 01.01.1944, Síða 20
14 D VÖL einkanlega þegar þeir lesa þær bækur, sem höndla um aðra hluti en þeirra sýslan og stétt við kem- ur, en um þetta kvarta þó tíðast þeir einir, er aldrei hefðu orðið neinir dugnaðarbændur, hvort sem heldur var. En ég ætlast ekki til, að bændur skuli leggja sig eftir eiginlegum vísindum, svo sem skáldskap og öðru því líku, en þar á móti vil ég ráða þeim til að kynna sér sem mest þeir mega allt það, sem skrifað hefur verið og skrifað er um þá hluti, er viðkoma þeirra eigin standi og störfum, því það kann að verða þeim að stórum not- um í búskapnum. Ef þú vilt renna auga til þeirra efnugu í þeim sveitum, sem þú ert kunnugur, þá muntu sjá, að fleiri á meðal þeirra eru lesnir og fróðir um búnaðarháttu og annað en á meðal hinna fátæku, og þar af á- lykta ég, að ef fleiri hefðu betri þekkingu á búnaðarháttum, þá yrðu fleiri efnamenn og færri sár- fátækir.“ Þjóðólfur: „Það kann að vera, en varla held ég það sé ómaksins vert að tefja sig við að rífa upp alla jörðina og hlaða kartöflugarða og kálgarða. Ekki veit ég heldur, hvort það er mögulegt að hirða betur um tún og engjar eða byggja bæi upp á annan betri hátt en nú tíðk- ast, og dönsku má pokurinn læra í minn stað, því ef ég fæ bréf frá einhverjum kaupmanninum, þá fer ég með það til prestsins míns.“ Aðkomumaður: „Nú S'kulum við tala fyrst út um barnauppeldið. Ef þú vissir nú upp á víst, að það mætti ala börnin upp á annan betri hátt en nú tíðkast á meðal almúga, svo að þau þar við yrðu farsælli, ætii þú vildir ekki uppala börnin þín á þann hátt?“ Þjóðólfur: „Jú, ef ég vissi, að þau yrðu ríkari, og ég tefðist ekki mjög mikið við það, því vænt þykir mér um krakkana mína.“ Sighvatur: „O, ég vildi mikið til vinna, að ég kynni að uppala börnin mín vel, það er að segja, svo að þau verði hraust, heilsugóð, þolin, skynsöm, dyggðug og dug- leg í sinni stétt.“ Önundur: „Ég segi sama til, en ég hef allareiðu lært það í hoved- staðinn Reykjavík." Aðkomumaður: „Ég sagði þér áð- an, Önundur minn, að maður muni varla fá lært það barnauppeldi í Reykjavík, sem hentugt er fyrir íslenzkan almúga. En mér er það nóg, að þið viljið allir taka upp annan betri barnauppeldismáta, þegar þið aðeins þekkið hann, því þá er allt á góðum vegi. En þegar maöur vill engar breytingar hafa, af því að þær eru nýjar, hvort sem þær eru nytsamlegar eða ekki, þá er engrar viðréttingar von. Fyrst okkur kemur nú saman um þetta, þá vil ég vita, hvort svo fer um fleiri hluti. Ef þú nú vissir, Þjóðólfur minn.að garðyrkjan væri arðsöm og borgaði vel kostnaðinn, heldurðu, að þú vildir þá ekki leggja þig eftir henni?“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.