Dvöl - 01.01.1944, Síða 21

Dvöl - 01.01.1944, Síða 21
dvöl 15 Þjóðólfur: „Það vildi ég feginn. Aldrei segja þeir, að ég hafi sleg- ið hendinni á móti ábatanum. En ftiér er sagt, að kálmeti sé létt fæða og sumt sé tómt gras, og þarf ekki að sækja það í kálgarðana.“ Aðkomumaður: „Veiztu ekki, að korn og baunir og bygg og grjón er líka gras, og því sagði Eggert Ólafs- son: „Vissu þeir, að það væri gras, við kaupmanninn þeir hefðu mas.“ Ef þú gætir reiknað kostnað og ábata og vissir, hvernig maturtir ðezt tilreiðast, þá mundir þú bráð- um leggja þig eftir garðyrkju.“ Þjóðólfur: „Já, ef ég sæi, að ég hefði ábata af henni, en hvar get óg lært hana?“ Aðkomumaður: „Svo margar ðækur eru ritaðar um þetta efni á vora tungu, að ekki er torvelt ^ð læra það helzta þar að lútandi.“ Sighvatur: „Lesa skyldi ég þær ðækur, sem um það höndla, ef ég hefði tíma til þess, (og það gæti ég Þá á veturna og á sunnudögunum), eða ef ég væri fær um að kaupa hær allar, sem ekki ér. En ég ótt- ast fyrir, að sumar af þeim lofi of hiiklu, af því að rithöfundarnir hafi haft tillit til þeirra frjósöm- ustu ára og frjósömustu staða, hvar Sarðyrkjan hefur iðkazt undir hinna æfðustu garðyrkjumanna umsjón. En þegar viðvaningurinn, Sem aldrei getur lært til fulls af hókinni allt, hvað þar til heyrir, armað' hvort býr í illlvijðrasömu Plássi eöa hittir á ófrjósamt sumar °g fær nú allt öðruvísi uppskeru en bókin lofaði, þá dettur ofan yfir hann hræðilega og hættir við svo búið. Ég vildi, að einhver reyndur og nærgætinn garðyrkjumaöur vildi safna því helzta og bezta úr þessum bókum í eina bók, svo við bændurnir ekki þyrftum að tína það saman úr mörgum. Við höfum hvorki tíma né peninga til þess og ruglumst stundum meira en við fræðumst á því.“ Aðkomumaður: „Satt segir þú það, Sighvatur minn, og vil ég þess vegna ráða ykkur að fara til þess bezta garðyrkjumanns í nágrenn- inu og biðja hann að segja ykkur og sýna alla aðferðina. Þar af lær- ið þið meira en af heilum bunka af bókum. Þó er ómissandi að hafa einhverja góða bók við höndina til samanburðar og eftirsjónar. Ann- ars þori ég að segja ykkur það upp á víst, að garðyrkjan launar vel ómakið hér á landi, þegar maður kann vel til hennar og leggur stund á hana, því þó hún mislukkist í sumum árum, þá launar hún þess ríkulegar ómakið, þegar vel fell- ur.“ Sighvatur, Önundur, Þjóðólfur (í einu hljóði): „Svo viljum við leggja okkur eftir garðyrkju.“ Aðkomumaður: „Okkur kemur þá saman um þetta. En heldurðu Þjóð- ólfur minn, að þú vildir ekki hirða betur um jörð þína en þú hefur gert hingað til, ef þú vissir fyrir víst, að hún fóðraði 1 eða 2 kýr og 50 ær fleiri en áöur?“ Þjóðólfur: „Jú, þó hún fóðr-.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.