Dvöl - 01.01.1944, Page 22

Dvöl - 01.01.1944, Page 22
16 D VÖL aSi ekki meira en 10 kindur fram yfir það, sem hún nú fóðrar, og enda þó það væru ekki nema 5 lömb, sem hún fóðraði meira, það eru þó einir 3 eða 4 dalir.“ Aðkomumaður: „En ef endur- bót jaröar þinnar kostaði 10 dali árlega í fyrstu?“ Þjóðólfur: „Fari það þá kolað, ' ef ég vil skipta mér neitt af því.“ Aðkomumaður: „Þú átt ekki að dæma svona fljótt, Þjóöólfur. Ef þú nú t. d. ekki þyrftir að kosta til 10 dölum nema í 5 ár, en betraðir þar við jörðina svo mikið, að hún í 20 ár gæfi 5 ríkis- dala virði meira af sér en áður, ætli þú vildir þá ekki gera það?“ Þjóðólfur: „Nei, langt frá. Ég hef helmings skaða á því.“ Aðkomumaður: „Þú hefur ekki gætt vel að, Þjóðólfur. Þegar þú gefur út 10 dali árlega í 5 .ár, þá hefur þú látið úti 50 dali til samans, en þegar þú færð aftur 5 dali í 20 ár, þá hefur þú fengið 100 dali aftur.“ Þjóðólfur: „A-ha, ég hef þá helmings ábata. Blessaður vertu, segðu mér, hvernig ég á að fara að því.“ Aðkomumaður: „Ekki þori ég strax að lofa iþér helmings ábata, en töluverðan ágóða skaltu fá, ef þú vilt hlýða mér, því hollt er heima hvað.“ Sighvatur: „Hvað heldur þú, gamli maður, um verksmiðjurnar, sem hann Önundur var að tala um. Heldurðu, að þær geti innleiðzt hér á landi?“ Aðkomumaður: „Ég sagði ykk- ur það áðan, að einstaka verk- smiðjur kynnu að lukkast, en þá þarf maður íyrst og fremst að kunna að fara með þær, og þar næst þarf töluverða peninga til að kaupa þær og koma þeim í gang, en þá vantar oss flesta íslend- inga. En þegar einn hlutur útkref- ur meiri kostnaö en einn eða tveir menn geta staðizt í útlöndum, þá leggja fleiri saman og skipta svo ágóðanum á milli sín eftir tiltölu. Á þennan hátt eru þau stærstu og ábatasömustu fyrirtæki stofn- uð og framkvæmd í útlöndum, sem ekki gátu öðruvísi á komizt. Þar á móti er þess háttar félagsskapur svo ókunnur á landi voru, að eng- inn þess vegna þorir að innganga hann. Lærðu menn að þekkja hann og hans nytsemi eins vel og sann- mælin: Betur mega tveir en einn, munur er að mannsins liði og bet- ur sjá augu en auga, þá er ekki ólíklegt, að menn kynnu að byrja á mörgu, sem lengi hefur niöri leg- ið eða aldrei tíðkazt hér á landi að undanförnu.“ Sighvatur: „En hvað heldur þú um höndlanina. Mér finnst hún vera býsna erfið á þessum tímum. Ætli að það væru engin ráð til að bæta hana?“ Aðkomumaður: „Þung spursmál leggur þú fyrir mig, Sighvatur, og varla mun ég geta svarað þeim öllum svo þér líki, en líklegt er, aö
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.