Dvöl - 01.01.1944, Síða 36

Dvöl - 01.01.1944, Síða 36
:ö DVÖL verður heillandi og hin gínandi heimska svalandi vísdómslind. Það er sjálf sálin, sem ég breyti — hugarfarið. Og allt veltur á hugar- farinu. Allt má ganga á afturfót- unum í heiminum. Maður fær sér bara eina töflu og hlær.“ „Ágætt,“ öskraði Stroiig. „Þetta er lífsins Elexír. Nú hef ég strit- azt við framleiðslu á munngúmi í 20 ár. Það er róandi að tyggja. Það gefur hreyfingum líkamans samræmi. En það er ekki nóg ef sinnið er súrt. Við verðum næst- um að skipa fólki að brosa: Keep smiling. Það varð boðorðið hjá okkur. Forsetinn með gulltennur sínar í broddi fylkingar. Engir fýlu- pokar í U. S. A. En hvað stoðaði það? Menn brostu að vísu, en það var uppgerðarbros. Lyfið yðar markar risaskref í áttina til jarð- neskrar Paradísar. Nú verður líf og fjör á gömlu jörð — jarðskjálfti eilífs hláturs." Og svo flæddi hláturelfan yfir allan heiminn. Optimus Strong stofnaði til voldugrar auglýsinga- starfsemi í Vesturheimi og lét m. a. risavagna aka um götur New York með hvítum hestum fyrir, og vagn- inn var alskipaður negrum, sem gáfu ókeypis hláturtöflur hverjum þeim, sem vildi festa spjald á hatt- inn sinn og á því stóð: „Vitið þið hvers vegna ég hlæ? Jes, Sir. Ég fékk mér eina hlátur- töflu.“ Eftir stutta stund yfirgnæfði þúsundraddað hláturkór bílagargið og umferðaysinn. Flugmennirnif tóku að skrifa orðið ridol með reykletri í himinblámann. Stofnað var til alls konar hlátursamkeppni, s. s. í háhlátri, þolhlátri, söng- hlátri, hrossahlátri eða maraþon- hlátri, en ekki varð ætíð úr þvi skorið, hver sigur bar af hólmi, því að leikdómararnir fengu sér líka töflu og fannst svo allir keppendur jafn skemmtilegir. Leikhúsin stóðu nú auð. Fólk hafði komizt að því, að hægt var að fá alveg eins góða skemmtun heima — en miklu ódýrari — í einni töflu. Jafnvel útvarpshlust- endurnir urðu færri og færri. Menn þurftu nú ekki lengur að hlusta á útvarpstríó eða kvartett til þess að skemmta sér, og engan langað'i i danslag. Æðri tónlist og skáldskap- ur var annars úr sögunni áður en ridol kom fram. Optimus Strong sló saman trölis- hnefum sínum og æpti: „Húrra! Hvað, sagði ég ekki, að allt þetta fimbulfamb forfeðra okkar væri hégómi. Allt þetta, sem þeir köll- uðu andlegt líf og æðri menningu, í einu orði sál; það er innantómt orð. Það var ekki fyrr en ég og vísindin tóku höndum saman, að heimurinn leystist úr læðingi." En alltaf eru einhverjir, sem berja höfðinu við steininn og þver- skallast gegn öllum gagnlegum nýj - ungum. En hláturinn sigraði þá líka brátt. Löggjafarnir á þingun- um gáfust brátt upp við að semja bannlög gegn hlátrinum, eins og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.