Dvöl - 01.01.1944, Side 42

Dvöl - 01.01.1944, Side 42
36 D VÖL Jöknlf erð Eftir H. liaasell Tiltman «g T. C. Bridges Tuttugasta öldin á þegar marg- ar sannar afrekssagnir, en ég held, að engin þeirra endurspegli jafn augljóslega hetjuskap og hugrekki, þrautseigju og þolgæði og hin ódauðlega saga suðurskautsfarar Scotts. Sú saga segir frá því, hvernig Robert Falcon Scott komst á suðurpól við fimmta mann, en þar blakti þá norski fáninn við hún og tilkynnti þeim, að Norö- maðurinn Amundsen hefði orðið á undan þeim á skautið. Þeir höfðu tapað kapphlaupinu mikla um suð- urskautið. Á afturleið urðu þeir bráð hinnar þöglu, eilífu og hvítu auðnar. Hin síðustu orð, sem Scott rit- aði í dagbók sína á banadægri, voru þessi: „Ef við hefðum lifað, hefði ég haft sögu að segja um harðfengi, þolgæði og hugrekki félaga minna, sögu, sem hefði hnitið hverjum manni að hjarta. Þessar fáu og titrandi línur og helfrosnir lík- amir okkar verða nú að segja þá sögu í minn stað, en ég treysti því, að hin auðuga og volduga þjóð vor muni sjá borgið og ala önn fyrir ættingjum okkar og vandamönn- um.“ Sagan um för Scotts á suðurpól og hörmungarnar, sem heltóku litla hópinn á afturleið, hefur ótal sinn- um verið sögð. Og þú, lesari góður, hefur vafalaust heyrt hana eða les- ið. Sú saga verður heldur ekki sögð hér. Hér verður sagt frá öðrum þætti og öðrum þátttakanda þessa leið- angurs — manninum, sem síðast þeirra, sem af komust, sá Scott í tölu lifenda tók þátt í leitinni að foringja sínum á landmörkum lífs og dauða og veitti leiðangrinum síðan forsjá heim til Englands. Þessi maður er E. R. G. R. Evans, einn hinn mesti landkönnuður Breta, þrautreyndur svaðilfari EVANS í heimskautabúningi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.