Dvöl - 01.01.1944, Síða 43

Dvöl - 01.01.1944, Síða 43
DVÖI, 37 ftiargra leiðangra.Hann hefur einn- ig getið sér mikla frægð sem her- naaður og sjóhetja. Evans hefur mörgum sinnum horfzt í augu við dauðann. Hann komst í nálægð hans þegar í fyrstu för sinni til Suðurskautslandsins, þá tuttugu og eins árs að aldri. Þá lá nærri að þann færist í ísflá. Hann barðist einnig við dauðann í Kyrrahafinu, er hann synti með línu gegnum brimgarðinn út í skip, sem steytt hafði á skeri, og bjargaði þannig áhöfn þess. Það var þrekvirki, og hann hlaut æðsta heiðursmerki fyrir. Dauðinn var einnig á hælum hans hvað eftir annað í heims- styrjöldinni miklu 1914—18. En þó hefur barátta þessa hugdjarfa ttranns við dauðann aldrei verið 5afn hörð og miskunnarlaus og í lökulförinni miklu í leiðangri Scotts, og með henni skulum við nú fyigjast. hað er morgunn hins 4. jan. 1912 yhr hinni eilífu, hvítu auðn, sem umkringir suðurskaut jarðar. Ev- ans og hinir tveir félagar hans — Tom Crean og William Lashly — standa og horfa á eftir Scott og fé- ^Ögurn hans, sem halda til suðurs. hÖur en kallfærið þrýtur hrópa þeir Þrjh stutt kveðju- og árnaðaróp til Su®urfaranna, en þeir vita ekki þá, þetta verða síðustu raddirnar rrá mannheimi, sem munu ná eyr- Urn Scotts og þessara félaga hans. Evans og tveir aðrir hafa fylgt Scott og dregið hlesstan sleða sjö hundruð og fimmtíu mílna leið inn á jökulinn. Hlutverk þeirra var að koma fyrir birgðastöðvum með leið- inni handa Scott á afturleið hans frá suðurskauti. En nú skilur leiðir. Ráðgert hafði verið, að Evans færi til baka við fjórða mann, en áð- ur en þeir Scott kvöddust, bað hann Evans um að láta sér eftir einn þeirra, til þess að auka líkurnar fyrir því að ná til pólsins. Braun liðsforingi varð fyrir valinu og fór með Scott. Evans horfir á eftir þeim ásamt félögum sínum tveim, og þeir eiga fyrir höndum sjö hundruð og fimm- tíu mílna jökulleið til skipsins, sem liggur við jökulröndina. Það er erf- iður áfangi. Þeir voru nú staddir í tíu þúsund feta hæð yfir sjávarmál. Við þeim blasti bleik og þögul hin lífssnauö- asta auðn þessa hnattar. Þessir þrír menn stóðu í sömu sporum og horfðu á eftir litla hópnum, sem nú var eins og dökkur depill að sjá á hinni hvítu breiðu. Þeir störðu unz depillinn hvarf — og þeir voru einir. Að endaðri fyrstu dagleið heim- fararinnar, komst Evans að þeirri niðurstöðu, að með níu stunda ferð á degi hverjum, mundu þeir ekki ná til skipsins, áður en vistir þryti algerlega. Hann skýrði félögum sín- úm frá þessari athugun sinni, en þeir kváðust reiðubúnir að ferðast tólf stundir á dag. Það var ofur- mannleg þrekraun í því færi og veðurlagi, sem þarna var um að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.