Dvöl - 01.01.1944, Side 54

Dvöl - 01.01.1944, Side 54
48 nú með öllu þrotnir. Þeir gátu ekki hreyft sleðann með hinum sjúka félaga. Þeir reistu tjaldið í örvæntingu og með erfiðismunum og báru hinn sjúka inn. Svo drógust þeir nokkur skref frá tjaldinu og báru saman ráð sín. Þeir voru að ráðgast um það, hvor þeirra ætti að reyna að kom- ast til aðalstöðvarinar og fá hjálp, og hvor ætti að vera eftir hjá Evans. Þetta var örþrifaráðið. Það varð úr, að Crean, sem var öllu hressari, skyldi fara og reyna að ná til Hut-Point, en þangað var um þrjátíu mílna vegur. Þaðan skyldu svo sendir menn á sleða hið bráð- asta til hjálpar. En ef þar væri ekki menn að finna, varð Crean að ganga enn fimmtán mílur til aðalbækistöðvar leiðangursins við Evanshöfða. Hríðinni var nú slotað, og Crean kvaddi félaga sína og lagði upp í förina, sem síðustu lífsvonir þess- ara manna voru tengdar við. Las- hly lyfti upp tjaldskörinni, svo að Evans, sem lá í svefnpoka sínum, gæti séð á eftir honum. Hvenær skyldu þeir fá að sjá aftur mann- inn, sem nú var að hverfa út í hina hvítu auðn? Þeir voru einir, og dapurleikinn settist um lund þeira. Lashly gerði hafragraut, þótt smátt væri orð- ið um grjónin, og gaf sjúklingnum að borða. Síðan bjó hann um hann, og svefnpoki Creans fékk nú það hlutverk að mýkja hvíluna fyrir DVÖL sáran og örþreyttan líkama Evans eftir hundrað mílna vegferð á velt- andi sleða. Evans hlýnaði brátt og á hann seig þungur svefnhöfgi. Er hann vaknaði eftir langan svefn, sat Lashly óbifanlegur við hlið hans. Evans sagði seinna: „Ég held, að fáum særðum mönnum í heims- styrjöldinni miklu hafi verið hjúkr- að af jafn mikilli umhyggju og mér í þetta sinn suður í hinni eilífu þögn.“ Nokkur dægur liðu, og stöðugt dró af Evans. Geta má nærri, að Lashly hefur oft aðgætt, hvort ekki sæi einhvers staðar dökkan díl út við sjóndeildarhringinn. Allt virtist nú hníga að einum lokum, og taflið vera að ljúkast. Evans var við dauðans dyr. Vistir þeirra voru með öllu þrotnar, utan fáeinar tvíbökur,mýktar í paraffín- olíu. Lashly var nú svo þrotinn að kröftum og hungri, að engar lík- ur voru til, að hann gæti bjargað sjálfum sér til aðalbækistöðvarinn- ar. Honum var nú orðið þetta sjálf- um Ijóst, en það virtist ekki fá á hann, þennan göfuga og stál- trausta mann. Dauðinn virtist fel- ast í næstu stundum. En þegar neyðin var stærst var hjálpin næst. Allt í einu rauf veikur ómur kyrrðina. Var það skynvilla dauð- vona manna? Nei, nú heyrðist þaö aftur. Hundgá. Lashly, sem hafði legið við hlið Evans, þaut á fætur svo fljótt, sem kraftar hans leyfðu. i
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.