Dvöl - 01.01.1944, Page 70

Dvöl - 01.01.1944, Page 70
64 D VÖL Hann leyfði aldrei að skjóta í nánd við toseinn af ótta við að þær kynnu að fælast burt. Þegar Jói var búinn að fylla viðarkassann, tók hann riffilinn sinn, númer tuttugu og tvö, og fór upp að lindinni við runnana. Hann fékk sér aftur að drekka og miðaði svo byssunni á alla skapaða hluti, kletta, fljúgandi fugla, stóra svarta grísapottinn undir sýprustrénu, en hann hleypti aldrei af, því hann hafði engin skot og átti ekki að fá þau fyrr en hann yrði tólf ára. Ef faðir hans sæi hann miða rifflinum heim að bænum, mundi hann halda skotunum fyrir honum árinu lengur. Jói minntist þess og miðaði ekki aftur í þá átt. Það var nóg að þurfa að bíða tvö ár enn eftir skotunum. Næstum allar gjafir föður hans voru gefnar með einhverjum skilmálum, og það rýrði gildi þeirra. Það var víst kallað góður agi. Kvöldmaturinn fékk að bíða fram í myrkur eftir því að faðir hans og Billi Búkk kæmu heim. Loksins komu þeir þó, og Jói fann að það lagði af þeim indæla vínlykt. Þá varð hann glaður með sjálfum sér, því faðir hans talaði oft við hann þegar vínlykt var af honum og sagði honum afrekssögur af sjálfum sér frá ólgutímum æsku sinnar. Eftir kvöldmatinn settist Jói við eldstóna og feimnisleg augun hvörfl- uðu um stofuna. Hann beið eftir að faðir hans leysti frá skjóðunni, því hann sá að hann bjó yfir einhverju. En það brást honum. Faðir hans benti á hann stranglegur á svip. „Farðu að hátta, Jói. Þú átt að hjálpa mér í fyrramálið.“ Það var ekki sem verst. Jói hafði gaman af að gera það sem honum var sagt, ef það voru bara ekki hversdagsstörf. Hann leit niður á gólfið og bar spurninguna fram með vörunum áður en hann sagði hana upp- hátt. „Hvað ætlum við að gera í fyrramálið, slátra grís, ha?“ „Æ, góði þegiðu. Farðu nú í rúmið.“ Þegar hann hafði lokað á eftir sér, heyrði hann að faðir hans og Billi Búkk hlógu lágt, og hann vissi að þeir voru með einhverja fyndni. Og þegar hann var lagztur fyrir, reyndi hann að greina orðaskil í muldrinu hinum megin við þilið, og hann heyrði föður sinn malda í móinn: „En Rut, hann var nú ekki dýr.“ Jói heyrði í vælandi uglum á músaveiðum úti við hlöðuna, og trjá- grein slást í húsvegginn. Kýr var að baula er hann valt út af. Þegar glymhyrnan kvað við um morguninn, klæddi Jói sig af meiri flýti en vant var. Hann þvoði sér í framan og greiddi hárið frammi í eldhúsi, og móðir hans sagði önuglega: „Farðu ekki út fyrr en þú ert búinn að láta eitthvað í þig.“ i
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.