Dvöl - 01.01.1944, Síða 72

Dvöl - 01.01.1944, Síða 72
66 D VÖL urnar gripu um fingur hans. Folinn hristi höfuðið og virtist hlæja með sjálfum sér. Jói virti fyrir sér bitnu fingurna. „Sá bítur hraustlega“, sagði hann hróðugur. Piltarnir hlógu og léttust í bragði. Karl Tiflín fór út úr húsinu og rölti upp í brekku til að vera einn, því hann var dálítið vandræðalegur, en Billi Búkk varð eftir. Það var auðveldara að tala við Billa Búkk. Jói spurði aftur: — „Á ég hann?“ „Auðvitað!" sagði Billi rogginn. „Það er að segja, ef þú hugsar vel um hann og temur hann rétt. Ég kenni þér það nú. En þú getur ekki riðið honum á næstunni, þetta er folald enn þá. Jói rétti aftur út bitnu hendina, og í þetta sinn leyfði Rauður litli honum að strjúka sér um flipann. „Ég hefði átt að hafa gulrót,“ sagði Jói. „Hvar fengum við hann, Billi?“ „Keyptum hann á uppboði,“ anzaði Billi. „Það var hrossaprangari í Salínu sem fór á hausinn og var á kafi í skuldum. Fógetinn var að selja allt hafurtaskið." Folinn teygði fram snoppuna og hristi toppinn frá augunum. Jói strauk honum um flipann og sagði með hægð: „Er líka — hnakkur?" Billi Búkk hló. „Ég var búinn að gleyma því. Sjáðu hérna.“ í reiðtygjaskemmunni tók hann niður lítinn hnakk klæddan rauðu færiskinni. „Þetta er reyndar hálfgerður barnahnakkur," sagði Billi Búkk með lítilsvirðingu. „Hann verður ekki lengi að fara í brúskunum, en hann var hræódýr.“ Jói þoldi ekki heldur að horfa á hnakkinn, og hann gat ekkert sagt. Hann strauk fingurgómunum yfir gljáandi leðrið, og eftir langa stund sagði hann: „Ég er nú samt viss um að hann fer vel á honum.“ Hon- um kom í hug allt hið dýrlegasta, sem hann þekkti. „Ef ekki er búið að skíra hann, þá ætla ég að kalla hann Gabílansfjöllin,“ sagði hann. Billi Búkk skildi tilfinning hans. „Það er nokkuð langt nafn. En að kalla hann bara Gabílan? Það þýðir haukur. Það væri fallegt nafn á hann.“ Billi var himinsæll. „Ef þú safnar taglhári, þá gæti ég kannske fléttað handa þér hárband. Þú gætir notað það í múl.“ Nú vildi Jói fara aftur inn að básnum. „Heldurðu að ég geti teymt hann með í skólann — til að sýna strákunum?“ Billi Búkk hristi höfuðið. „Hann er ekki bandvanur hvað þá meira. Það var ekki spauglaust að koma honum hingað. Við máttum hálf draga hann. Nú er bezt þú farir í skólann.“ „í kvöld kem ég með strákana til að sýna þeim hann,“ sagði Jói.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.