Dvöl - 01.01.1944, Qupperneq 74

Dvöl - 01.01.1944, Qupperneq 74
68 D V Ö Ii ann eins og hann hafði alltaf séð Billa Búkk gera, og raulaði með djúpri rödd: „Svona, svona, karlinn minn.“ Folinn slaknaði smátt og smátt. Jói kembdi og burstaði unz kominn var bingur af hrosshári í básinn og feldurinn hafði tekið á sig dimmrauðan blæ. í hvert sinn sem hann hætti fannst honum hann hefði getað gert betur. Hann fléttaði faxið og ennistoppinn í ótal smádindla, og svo rakti hann. þá sundur og kembdi hárið slétt á ný. Jói heyrði ekki þegar móðir hans gekk inn i húsið. Hún var reið þeg- ar hún kom, en þegar hún sá folann og Jóa gælandi við hann, varð hún gripin undarlegu stolti. „Ertu nú búinn að gleyma viðarkassanum?" spurði hún blíðlega. „Það er komin nótt og ekki kvintini af eldivið í bænum, og svo er eftir að gefa hænsnunum.“ Jói hengdi upp áhöldin í flýti. „Ég var búinn að gleyma því, mamma.“ „Jæja, en hér eftir skaltu alltaf gera verkin þín fyrst. Þá er víst að þú gleymir þeim ekki. Ég er hrædd um að þú viljir gleyma æði mörgu, ef ég hef ekki auga á þér.“ „Má ég fá gulrætur handa honum í garðinum, mamma?“ Hún varð nú að hugsa sig um það. „Ja — ætli það ekki, ef þú tekur ekki aðrar en þær sem eru stórar og trénaðar." „Gulræturnar eru svo góðar upp á hárbragðið,“ sagði hann, og aftur fann hún undarlegan straum af stolti fara um sig. Jói beið þess aldrei að glymhyrnan vekti hann, eftir að folinn kom. Venjulega læddist hann fram úr áður en móðir hans vaknaði, smeygði sér í fötin og fór kyrrlátur ofan í hesthús til að hitta Gabílan. Á grá- um, kyrrum morgnum, þegar jörðin og húsin og trén voru silfurblá og dökk eins og myndfilma, lámaðist hann ofan eftir, fram hjá sofandi steinunum og sýprustrénu. Kalkúnarnir sem sátu í trénu ofar stökk- færi úlfanna klúkkuðu syfjulega. Akrarnir glóðu í kuldalegri morgun- skímunni og í dögginni voru greinileg spor eftir kanínur og hagamýs. Blessaðir hundarnir komu tréstirðir út úr kofunum sínum, reiðir og urrandi. Svo fundu þeir lyktina af Jóa og hringuðu skottin og dilluðu þeim í kveðjuskyni — Matti Mörður með langa loðna skottið, og Storm- ur, hinn tilvonandi fjárhundur. Svo skreiddust þeir aftur inn í volg bælin. Þetta var dásamleg og dulræn ferð fyrir Jóa — alveg eins og draum- ur. Fyrst eftir að hann eignaðist hestinn hafði hann gaman af að kvelja sjálfan sig á leiðinni með því að hugsa sér að Gabílan væri nú ekki á básnum sínum, og það sem verra væri, hann hefði aldrei ver- ið þar. Og hann átti sér fleiri slíkar mjúksárar hugrenningar. Hann hugsaði sér að rotturnar hefðu nagað stór göt á rauða hnakkinn, og mýsnar hefðu étið taglið á Gabílan svo það væri orðið þunnt og rytju-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.