Dvöl - 01.01.1944, Qupperneq 76

Dvöl - 01.01.1944, Qupperneq 76
70 D VOL hestar setja allan flipann á kaf, svo þeir geta rétt aðeins dregið and- ann. Svo stóð Jói og horfði á hestinn, og hann sá margt sem hann hafði aldrei tekið eftir á neinum hesti: mjúka, ávala kviðvöðvana og streng- ina í lendinni, sem hlykluðust eins og lokaður hnefi, og ljómann sem sólin brá á rauðan feldinn. Þó Jói hefði alla tíð verið innan um hesta, hafði hann aldrei fyrr horft á þá með athygli. En nú tók hann eftir kvikum eyrunum, sem gáfu höfðinu yfirbragð og svipbrigði. Hestur- inn talaði með eyrunum. Það mátti alveg sjá hvað honum fannst um alla hluti á því hvernig eyrun vísuðu. Stundum voru þau stíf og reist og stunduir* sveigð og slök. Þau vísuðu aftur þegar hann var reiður eða hræddur, og fram þegar hann var ákafur og forvitinn og glaður. Það mátti alveg lesa hug hans af stöðu þeirra. Billi Búkk stóð við orð sín. Tamningin byrjaði snemma um haustið. Fyrst þurfti að gera hann bandvanan, og það var erfiðast af því það var byrjunin. Jói hélt á gulrót og lokkaði hann og lofaði öllu fögru og togaði í bandið. Folinn stakk fyrir sig fótunum eins og sauðskepna, þegar hann fann að tekið var í tauminn. En áður en langt leið lærði hann þetta, og Jói gat teymt hann um allar trissur. Svo fór hann smátt og smátt að sleppa af taumnum, þangað til folinn elti hann hvert sem hann fór. Og þá kom að því að temja hann við langa múlinn. Það var miklu seinlegra. Jói stóð kyrr og hélt'í taumendann. Hann skellti í góminn, og þá fór folinn að lötra í svo stóran hring sem taumurinn leyfði. Hann skellti aftur í góminn til að láta hann brokka og enn til þess að láta hann stökkva. Gabílan hljóp hring eftir hring hneggjandi og ofsa- kátur. Svo blístraði Jói hvellt og hesturinn stanzaði. Það leið ekki á löngu að Gabílan yrði fullfær í þessu. En þó var hann að mörgu leyti slæmur hestur. Hann beit í buxurnar á Jóa og steig ofan á hann. Stundum kom fyrir að hann lagði kollhúfur og sló heiftarlega til drengsins. Á eftir var hann svo ósköp rólegur og virtist hlæja með sjálfum sér. Billi Búkk vann að hárbandinu á kvöldin framan við eldstóna. Jói safnaði taglhári í poka, og svo sat hann og horfði á Billa, sem fléttaði reipið hægt og hægt. Hann sneri fáein hár saman í þráð og tvinn- aði tvo þræði saman í streng og fléttaði svo marga strengi saman í reipið. Svo rúllaði hann það sem búið var af reipinu undir fæti sér á gólfinu til að gera það sívalt og þétt. Nú var bráðum lokið tamningunni við langa múlinn. Faðir Jóa varð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.