Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 8
150
DVOL
og honum fanrist sem hann ætti
nú fyrir sér að skríða niður í
svarta moldina, '— skyldi hann
nokkurn tíma koma upp aftur, upp
til sólarinnar, birtunnar og hins
frjálsa, bláa himins? Ójú, ætli
ekki — en stúdentshúfulaus. —
Mundu, Mauritz, að þann óska-
draum hefur þú sjálfur deytt í dag!
Já, það mundi hann víst. Það
stóðu tvö stór tár í augum pilts-
ins, en hann varö þess naumast
var sjálfur, hann var að hugsa um
handvagninn með stigunum, máln-
ingardollunum og plönkunum; svo
ungur var hann. En þegar hann
fann, að hann grét, stappaði hann
gremjufullur niður í götuna,
bölvaði sjálfum sér og kallaði sig
skepnu — og þaö kvöldið hegndi
hann sjálfum sér með því að
vinna fram yfir, unz náttmyrkrið
var skollið á. Þá fannst ekki leng-
ur hið minnsta lífsmark með stóra,
fagra óskadraumnum, stúdents-
draumnum. Hann var orðinn reglu-
legur, harðhentur verkamaður —
án sigurmerkis!
Leifur Haraldsson,
íslenskaði.
* * *
Mannlífsspeki.
Það er ekki köllun mannsins að skríða inn í kufung og bíða þar
tortímingarinnar, heldur að beina brjóstinu gegn örvum og skotum
lífsins, verjast þeim banvænu eftir mætti og annaö hvort að falla,
eða berjast til lífs og sigurs. — A. Nunch.
Menn gera hver öðrum meiri skaða með því að láta ógert allt
hið góða, sem þeir gætu gert hver öðrum, heldur en þeim illgerð-
um, sem þeir vinna hver öðrum í raun og *veru. — Gamilla Collett.
Eina örugga ráðið til að vera mikið skáld er að vera dauður.
— Viktor Hugo.
Ellin yrði manni léttbær, ef ungt fólk væri ekki alltaf að sveima
kringum mann. — Aurelien Scholl.
Smjaðrari er viðfelldinn óvinur. — Saint Jérome.
Tíminn er höggormur, sem bítur þann, sem ekki kann að nota
hann, en gælir við þann, sem kann að hagnýta sér hann.
— Alexandre Dumas Pére.
Fólk, sem þú hefur ýmugust á, fyllir helmingi meira rúm í lífinu,
en aðrir menn. — Guizot.